Eftir lestur á frétt á mbl. sem byrjar svo "Hópur franskra femínista verðlaunaði í dag erkibiskupinn af París sem Karlrembu ársins fyrir þau ummæli sín að það væri ekki nóg fyrir konur að vera í pilsi, heldur þyrftu þær líka eitthvað á milli eyrnanna."
Segir enginn karl neitt á Íslandi eða konur neitt um karla hér að við gætum vakið athygli á ummælum á svipuðum nótum? Frakkar eru og hafa alltaf verið frakkir. Þeir hafa verið sérlega duglegir í mótmælum: hver kannast ekki við frönsku byltingina, stúdentaóeirðirnar '68 og mótmæli bænda snemma á 8. áratugnum þegar bændur mættu í tugum og helltu úr mjólkurbrúsum sínum á stræti Parísarborgar, til að mótmæla bágum kjörum.
En kannski eigum við amk þjóðrembu ársins 2008: sem sagði að þátttakendur á mótmælafundi í yfirfulluháskólabíói væru ekki rödd þjóðarinnar, eða eitthvað á þá leið.
Hvað heyrum við næst varðandi þjóðrembur, karlrembukjaft eða kvenrembukjaft?
Það væri áhugavert fyrir okkur að vera á verðinum gagnvart þessu. Og látum í okkur heyra.
Franskur biskup hlýtur karlrembuverðlaun ársins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.