5.3.2009 | 23:47
Ísland var of lítð fyrir 'útrásarvíkinga' - en hvar eru peningarnir? Birtast þeir aftur við sölu stóla og borða?
Úr upphafi fréttar mbl.is af frægri stólasölu Jóns Ásgeirs:
"Breska blaðið Daily Telegraph segir, að Jón Ásgeir Jóhannesson sé að reyna að selja húsgögnin úr skrifstofum Baugs í Lundúnum. Talið er að húsgögnin séu þúsunda punda virði en meðal þeirra eru stólar teiknaðir af danska arkitektinum Arne Jacobsen, skrifborð hönnuð af Terence Conran, svartlökkuð kommóða og fleiri húsgögn."
Já, Ísland var of lítið fyrir útrásarvíkingana. Þeir áttu víst
svo mikið af peningum að þeir þurftu að láta þá vinna fyrir
sig í útlöndum. En hvar eru þessir peningar núna? Eða voru
kannski engir peningar í spilinu??
Voru dýr arkitektahúsgögn góð fjárfesting í góðærinu?
Það hlýtur að koma í ljós hvernig sala á þessum notuðu húsgögnum gengur.
Húsgögn sem eru hönnuð af frægum arkitektum geta verið augnayndi,
en geta líka verið ljót. Sá sem kaupir rándýr húsgögn á skrifstofur
hlýtur að hafa einhverja minnimáttarkennd. Eða viðkomandi hefur
kannski í huga að kaupa sér álit með því að stilla upp arkitektamubblum
á kontórnum hjá sér.
Kannski svínvirkuðu þessi kaup hjá Jóni Ásgeiri, því litið var upp til hans
sem viðskiptajöfurs í Bretlandi, í byrjun. Nonni litli sem braust til valda
í viðskiptum á erlendri grund á þeim forsendum að litla Ísland var of lítið fyrir hann
og hans sálufélaga.
Ég man vel eftir umræðunni hér um árið þegar allir göptu yfir
velgengni Jóns Ásgeirs - og nota bene - umræðan kom fram í fjölmiðlum:
Ísland er of lítið til fjárfestinga, þess vegna verður að flytja sig út fyrir
landsteinana með féð.
Maður var eins og asni og hélt að maðurinn væri svona ríkur.
En þegar á botninn er hvolft eru flest öll fyrirtæki mannsins keypt
með lánsfé. Maðurinn var ekki eins auðugur og almenningur hélt:
hann og frúin festu kaup á skútu þar sem þau héldu boð fyrir bankastjóra
og aðra fyrirmenn sem urðu auðvitað leiksoppar að fjármögnun alls konar
herlegheita í formi fyrirtækjakaupa og flottræfilsháttar.
Hjónin festu líka kaup á stærðarinnar húsnæði á
dýrasta staðnum á Manhattan: 700 fermetra íbúð á tveimur hæðum.
Það mætti halda að þetta væri feitt fólk, sem þyrfti svona stóra íbúð.
En svo er ekki; þau eru tággrönn.
Í það eina skipti sem ég hef komið til Manhattan, þá sá ég stóra og
feita negrafjölskyldu sem sat brjáluð í sófasettinu sínu, niðri á miðri
Manhattan. Þau höfðu örugglega ekki komið úr 700 fm íbúð. Kannski úr 70
fermetrum, sem þau voru greinilega búin að missa. Og mótmæltu með
því að hreinlega flytja út á götu. - Kannski er þessi Manhattan-mubblu-aðferð
það sem við eigum eftir að sjá hér í litlu Reykjavík, þegar fjölskyldufólk
fer að mótmæla eftir að hafa misst íbúðir sínar eftir að hafa gleypt
við gylliboðalánum bankanna hér um árið.
En, hvað varðar viðskiptamógúlinn Jón Ásgeir & co. að það var ekki það
að þau væru svo efnuð að þau ættu fyrir íbúðinni á Manhattan,
a.m.k. ekki sem sýnilegt var, heldur var tekið lán fyrir öllum flottheitunum.
Íbúðin ku vera til sölu núna, ásamt stólum og borðum í Bretlandi.
En þetta fólk er alveg örugglega ekki á neinu flæðiskeri statt, enda hefur
það fengið ráðgjöf lögfræðinga um hvernig átti að koma einkaeigum til
geymslu í skattaparadísum.
En þegar farið er að selja stóla og borð úr kontórum í London, þá er farið
að hrikta í einhverjum stoðum, enda er verið að reyna að afnema bankaleynd
víða um heim þessa dagana.
Húsgögn úr skrifstofu Baugs í Lundúnum seld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.3.2009 kl. 00:34 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.