Einmitt, og í boði Landsbankans!

Skv. kvöldfréttum í sjónvarpi RÚV voru kaupin fjármögnuð af Landsbankanum á sínum tíma. Vonandi með veði í íbúðinni. Allir landsmenn og aðrir sem áttu hlut í bankanum eru búnir að tapa sínu. Banki sem vinnur svona við að lána fólki til að það geti borist á (það er ekki eins og það hafi verið að lána einhverjum rekstri til að skapa atvinnu fyrir almúgann, eða hvað?) er ekki verður þess að landsmenn eigi hlut í slíku fyrirtæki, né versli við það. Enda er það fyrirtæki gjaldþrota; gamli Landsbankinn.

Maður skammast sín. Maður leyfir sér að læðast eins og mús, inn í útibú sömu stofnunar, þó að það heiti núna "nýji" Landsbanki, til þess að biðja um 50 þúsund króna viðbótar yfirdrátt á hin 50 þúsundin.

En kannski þarf maður ekkert að skammast sín þó að maður hafi hvorki verið að fjárfesta í ofurbílum né ofuríbúðum á okurlánum eða myntkörfulánum síðustu misserin. Kannski kemur maður bara vel út úr kreppunni þrátt fyrir allt? A.m.k. þarf ég ekki að hafa áhyggjur hvort einhver eign mín seljist niðri á Mannhattan eða ekki, vegna þess að ég hef ekki verið að ofurselja mig með lánum frá gráðugum lánastofnunum (en þær eru enn að: sparisjóður einn er stanslaust að reyna að fá mig í viðskipti; þeir fatta bara ekki að að ég myndi aldrei byrja í viðskiptim við banka á yfirdrætti, sama hvað er í boði ...).

Bestu helgarkveðjur!

P.S. Í það eina skipti sem ég hef komið á Manhattan man ég sérstaklega eftir einni sýn: negrafjölskylda sem var mætt niður á miðja Manhattan með sófasettið sitt og sat sem fastast í því. Stórt og mikið fólk sem hafði hátt. Þorði ekki að taka mynd af þessu dæmi. Greinilega húsnæðislaus og mótmæltu ástandinu á sinn hátt. Þetta var árið 1991. Ætli margir séu heimilislausir í New York þessa dagana?


mbl.is Selja íbúð á Manhattan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Af hverju eru þau að selja íbúðina ?Þau eiga hana ekki , heldur þeir sem töpuðu á viðskiptum við Landsbankann .Nú á að frysta !

Hvað ætli öðlingurinn hann Pálmi í Hagkaup sé búinn að snúa sér oft við í gröfinni .Svona hegðun .

Kristín (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 13:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband