13.1.2009 | 03:01
Skúra almennilega út við fyrsta tækifæri!
Er ekki bara kominn tími til að hvítskúra stjórnarráðið í eiginlegri merkingu?
Hefði átt að moka valdablokkum út úr húsinu fyrir langa löngu.
Og Alþingishúsinu líka. En reyndar hefur það verið skúrað í hverri viku
síðan í haust vegna eggja- og tómatskasts. En það er bara yfirborðsklór.
Nú er gott tækifæri til að skúra, skrúbba og moka út og endurnýja innviðina.
Gömlu flokkarnir eru orðnir of spilltir til að vera trúverðugir til að verma sætin í Stjórnarráðinu og Alþingishúsinu.
Framsókn er lang-lang spilltust þó að hún eigi ekki inni í Stjórnarráðinu lengur.
En stundum þarf að skúra gólf til að má út löngu gengin spor.
Þannig að mótmælin fyrir utan Stjórnarráðið í gær fengu eins konar framlengingu
á athæfinu í táknrænum skilningi.
Hvítskúrað stjórnarráð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.