30.9.2008 | 01:09
Sefur þú með 'peningana undir koddanum' í nótt?
En hvernig skyldi viðskiptavinum Glitnis hafa liðið eftir að hafa frétt um atburði dagsins?
Í vetur átti ég í viðræðum við góða kunningjakonu mína. Tjáði hún mér, er hún var að ráða sig í nýja vinnu nú í janúar að hún vildi ekki að launin sín yrðu greidd inn á bankareikning. Hún vildi ekki hafa bankareikning. Ég sagði henni að það væri líklega ekki hægt: öll laun í dag fara beint inn á bankareikning.
Hún sagðist vilja hætta með debetkortareikning af því að hún færi alltaf í mikinn yfirdrátt.
Síðan þá hefur hún sofið með peningana undir koddanum og fjárinn auðvitað vaxið í hennar augum við hver mánaðamót, þó að féð væri ekki að bera neina vexti. Hún sagðist vilja geta horft upp á og þreifað á eigninni ...
Haldbæra seðlana geymdi vinkonan í boxi sem hún stakk inn í ofn á eldavél. Jæja, þetta er næsti bær við að geyma fé undir koddanum.
Auðvitað voru vinir og vandamenn á fullu að ráðleggja henni að setja peningana í örugga fjárfestingu, ég þar á meðal hér í sumar, og hafði hún loks látið undan, því aðspurð um helgina sem leið, sagðist hún vera að fá um 15% vexti af þessum peningum í banka, en í kvöld ...
... fékk ég stuttan og laggóðan tölvupóst frá henni: Jæja þetta er nú ástæðan fyrir því að ég vildi hafa peningana mína heima fyrir, en ekki í bankanum mínum Glitni, þar munaði mjóu,
Taktu eftir, hún setur ekki einu sinni punkt í lok setningarinnar. Hún hefur greinilega eitthvað meira að segja um þetta mál.
Ef svo verður, mun ég setja framhald á okkar viðræðum hingað á bloggið.
Óánægja meðal starfsfólks Glitnis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.