Ríkisskattstjóri stendur ekki rétt að því að sekta félög.

Félög, félagasamtök, fyrirtæki og almenningur sem er með skráð fyirtæki í fyrirtækjaskrá,fylgist ekki dags daglega með lagasetningu. Hvernig er að ætlast til að Ríkisskattstjóri fái miklar innheimtur af skráningu raunverulegra eigenda?

Ég sá frétt í Fréttablaðinu um þetta um daginn, en svo gleymdi ég þessu. En ég er með skráð fyrfirtæki í fyrirtækjaskrá.

Og s.l. laugardag,29.2. kom önnur grein í Fréttablaðinu um þetta mál. Tek fram að í báðum tilfellum las ég pappírsútgáfuna af blaðinu. Veit ekki hvort þetta kom fram í vefútgáfunni.

Nú voru góð ráð dýr, ég þurfti að skrá inn á vef skattsins raunverulegan eiganda félagsins. Fyrir mánaðamót. Mér fannst endilega að fyrsti mars væri núna á mánudaginn.

Nú á sunnudagsmorguninn fór ég á vef skatts. Það mátti finna leiðbeiningar og annað varðandi þetta mál. Ég skrái mig inn, en fann gjörsamlega enga leið til að sinna erindinu.

Enda var það orðið degi of seint, enda kominn 1. mars!

Skilaboðin frá RSK/skattinum voru léleg. Það hefði átt að senda öllum aðilum sem hafa einhvern tíma skráð félag/fyrirtæki einkaskilaboð frá RSK til að gera fólki viðvart um lögbindingu þessarar skráningar.


mbl.is Foreldrafélög verða sektuð 2. mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband