19.1.2020 | 00:39
Hryllileg frétt á mbl.is um leiðinlega karla!
Ég væri varla hérna inni á blogginu ef karlar væru leiðinlegir. Flestir bloggararnir hérna eru karlar. Margir þeirra blogga um áhugaverð málefni. Að mínu mati skiptir ekki máli hvort bloggari er karl eða kona. Ég les það blogg sem vekur athygli mína hverju sinni.
Leikarinn í fréttinni, Brian Blessed, hefur greinilega misst af miklu (kannski mjög mikill kvennamaður og er leitandi ...) og virðist ekki eiga sér karlkyns hetju.
En sem betur fer, fer honum batnandi: konur hafa kennt honum allt sem hann kann, að hans sögn, líklega að elda ofan í sig (vonandi), að sturta niður eftir sig, klæða sig almennilega, bursta tennur, standa upp fyrir konu á veitingastað, sjóða hrísgrjón, vakna tímanlega til vinnu, o.sv. frv.
En konurnar "hans" hafa gjörsamlega gleymt einu viðamiklu atriði í að tukta karlinn til: jafnrétti er mikilvægt: konur eru ekki skemmtilegri en karlar!
90% karla leiðinleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.