Djöf. ... er þetta ljótt. Togarar eru miklu viðulegri skip!

Líklega hefur ljósmyndari snekkjunnar, Tor A. Johannessen verið orðinn mjög leiður á togurum og flutningaskipum og misst sig við sýn snekkjunnar "Bravo Eugenia" og tekið myndina.

Og ekki hefur sakað að hann hefur fest mynd af dýrustu snekkju í heimi! 30 milljarða virði! Líklega ekki þess virði að taka mynd af ódýrum farkosti.

Moggarar fengu myndina senda frá Tor, sem lýkir myndinni við fagran svan innan um togarana. Hvað ætli mogginn hafi greitt fyrir myndina? Þeir bitu á agnið hjá ljósmyndaranum. Þessi Tor kann vissulega að selja sig.

Það virðist sem Íslendingar geti ekki haldið vatni yfir þeim ríku og efnamiklu og hvað þá þegar þeir sigla fleyjum sínum í hafnir hér á slóðum eða mæta til landsins í vinnu- eða einkaerindum.

Og með ólíkindum hvað skrifaðar eru langar fréttir um ríka og fræga, sem vilja bara vera í friði og fara sínar ferðir án áreitis. En við lesum þessar fréttir þegar þær birtast, ef ekkert stórvægilegt er í fréttum sem við viljum frekar lesa.

En auðvitað er fegurðarskyn á skip alltaf smekksatriði hvers og eins. Ég kýs ódýrari kostinn: togarana.


mbl.is 30 milljarða snekkja við Körmt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Már Elíson

Mikið sammála...en, ef við lítum á það jákvæða í annars broguðum heimi, hún var skrifuð á frábærri íslensku sem bar uppi greinina í heild sinni. -

Heill sé blaðamanninum. -

Már Elíson, 2.12.2019 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband