16.11.2019 | 00:12
Nú "förum við í" dag íslenskrar tungu!
Auðvitað vildi ég semja aðra fyrirsögn á þetta blogg.
En Dagur íslenskrar tungu er í dag, laugardaginn 16. nóvember.
Ég hef tekið eftir því að fjölmiðlafólk á ljósvakamiðlunum notar flatt tungumál (þeir leggja ekki áherslu á að nota fjölbreyttan orðaforða, en við eigum fjöldan allan af góðum sagnorðum), og margir viðmælendur sletta ensku í viðtölum.
"Nú förum við í auglýsingar" heyrist oft og einatt á útvarpsstöðvum. Stundum nota þáttastjórnendur aðrar sagnir til að tilkynna þetta. En allt of sjaldan.
Eftirfarandi dæmi um "að fara í" :
5.10.2018 - Gettu betur (Dís): "þá förum við í 9. bjölluspurningu."
4.10.2018 - Hringbraut - Fréttaþátturinn 21: "Við ætlum að fara næst í þá sögu sem hefur ekki enn verið sögð ..." Viðtal við Hagsmunasamtök heimilinna.
5.10.2018 - Gettu betur (Dís): "Nú förum við í stutt skilaboð."
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:05 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.