Við hækkuðum nokkrar einkunnir nemanda til að koma í veg f. barsmíðar heima.

Sorgleg frétt um drenginn í Frakklandi sem grunur leikur á að hafa verið barinn til bana fyrir að neita að læra heima. Sumt fólk kann ekki annað en að beita ofbeldi til að fá einstakling til að breyta hegðun. 

Man eftir nemanda sem ég kenndi f. rúmum áratug, eina grein í grunnskóla og var þetta góður nemandi. Innflytjandi með meiru. Að sögn umsjónarkennara nemandans kröfðust foreldrarnir að nemandinn lærði einnig skv. námsskrá frá upprunalandinu. Hafði kennarinn áhyggjur að of mikið álag væri á nemandanum. Og hafði á orði að foreldrarnir væru nú alls ekki hámenntaðir, en í vinnu sem verkamenn hér á landi, en samt að krefjast mikillar menntunar af afkvæminu.

Við lokapróf eitt árið, stakk umsjónarkennarinn upp á því að við hækkuðum tvær einkunnir nemandans. Nemandinn hafði ekki fengið neitt sérstakar einkunnir í þessu fögum. 

Ég var samþykk þessu, enda sagði umsjónarkennarinn að hún yrði hrædd um að nemandinn yrði bara laminn heima hjá sér ef hann fengi ekki nógu góðar einkunnir. Og ég hef alltaf verið sátt við að við gáfum nemandanum þessar "röngu" einkunnir.


mbl.is Myrtur fyrir að læra ekki heima
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband