8.11.2018 | 21:19
Vonandi viðurkennir Alþingi þjóðarmorð Tyrkja á Armenum.
Mjög jákvætt að þingmenn Samfylkingar, Viðreisnar og Vinstri grænna vilja að Alþingi viðurkenni þjóðarmorð Tyrkja á Armenum árin 1915-17. Fyrsti flutningsmaður Margrét Tryggvadóttir, varaþingm. Samfylkingar. Vonandi tekst þetta í þetta sinn.
Armenar eru búsettir víða um heim. Af því að mörgum tókst að flýja undan Tyrkjunum. En Tyrkirnir eru í afneitun og vilja ekki skilgreina drápið á Armenum sem þjóðarmorð.
Ég á nokkra afkomendur, eina dóttur og þrjú barnabörn. Þau eru öll afkomendur Armena í föðurætt, en þessir Armenar, langa ömmur og afar, og langa-langa afar og ömmur, tókst að flýja undan þessum fjöldamorðum Tyrkja og komast til Sýrlands, þar sem þau enduðu sem hælisleitendur.
![]() |
Alþingi viðurkenni þjóðarmorðið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.