Mætti einnig endurhanna grænu ruslatunnur borgarinnar

sem eru festar á staura við strætóskýli og bekki víða um borgina. Þetta eru litlar tunnur með opnanlegum botni að neðan. Hversu oft hef ég ekki séð að botninn hefur verið barinn úr, og rusl úr jafnvel fullri tunnu flæðir um gangtéttina.

En varðandi strætóskýli og nánasta umhverfi þeirra, þá er umgengni í þeim mismunandi. Ég nota strætó töluvert og eftir að plogg umræðan hófst fannst mér viðeigandi að taka þátt í þessu með því að hirða upp rusl í og við þessi skýli. Maður hefur í rauninni ekkert betra að gera en að týna upp rusl á meðan maður er að bíða eftir vagni.

Mest er um sígarettustubba í og kringum skýli. Einnig er algengt að sjá tóm kaffimál í skýlunum. Fólk virðist ekki nenna að ganga nokkur skref til að fleygja þeim í ruslafötu nokkrum skrefum utan við skýlið.

En sem sagt, ég hef tekið nokkur strætóskýli að mér.


mbl.is Vill tunnur sem henta íslenskum aðstæðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband