Það virðist ekkert lát á að nota dýr sem "djók" en það hefur einnig viðgengist í málnotkun Íslendinga gegnum tíðina: hann er algjört "svín" - hún er helvítis "belja" eða "tík." Og lengi mætti telja. Þetta tíðkast einnig í ensku: "a son of a bitch" eða "bitch" o.sv.frv.
Í gamla daga, þá var fólki líkt við þessar skepnur, þegar tala þurfti illa um það. Bændur og búalið líkti fólki við skepnurnar á sveitabænum; skepnurnar á bænum sem færðu þeim fæðu. Velti fyrir mér af hverju svona lítil virðing var haft við dýrin.
Og ekki batnar það í nútímanum. Veitingastaður í Austurstræti ber heitið "The Drunken Rabbit." Ég spyr: hver hefur séð drukkna kanínu?
Hér fyrr í vor var ég að lesa yfir nokkrar ljóðabækur og rakst á eftirfarandi vísu sem lýsir því þegar karl flytur úr sveitinni í borgina: (reyni að fara rétt með vísuna en hef bókina ekki við hendina núna):
Upp í sveit ég átti bú, áa, kúa, mera,
en í bænum umgengst nú,asna, svín og héra.
Er ekki hægt að nota eitthvað annað en blessuð dýrin í tungumálinu til að skilgreina fólk?
Dýr eru ekkert grín | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.6.2017 kl. 00:28 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.