25.3.2017 | 00:17
Man einhver eftir sérstökum hækkunum á neysluvörum árið 1975??
Ég er að skoða rafmagnsreikninga húsfélagsins fyrir árin 2015 og 2016, enda aðalfundur framundan. Tek eftir að mikil hækkun er á rafmagni í húsfélaginu, að meðaltali 36% hækkun.
Ég skoða mína rafmagnsreikninga fyrir þessi ár og hækkunin er 30%.
Er allt að hækka svona mikið í þjóðfélaginu núna? Af hverju hefur rafmagn hækkað svona mikið?
Velti fyrir mér hækkun á áfengi árið 1975. Af hverju varð þessi hækkun? Getur einhver svarað því? En ég var að glugga í ljóðabók eftir Jón Bjarnason frá Garðsvík (útg. 1976). Í lausavísnum hans er þessi:
"Í júní 1975 hækkaði verð áfengis um 30%:
Snauður bjálfi raunir reynir,
ráfar um og þráir vín.
Núna geta auðmenn einir
orðið vitlaus drykkjusvín."
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:32 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.