Costco - Hvað fæst þar?

Í síðustu viku kom auglýsingaspjald frá Costco með Fréttablaðinu. Þar var tilgreint hvað aðild að félaginu kostar o.s.frv. og vísun á vefsíðu. Ég kíkti á vefsíðuna enda langaði mig að vita hvað þeir eru að selja. Þar var engar upplýsingar að finna um vörur eða vöruflokka, eða einstakar vörur sem þeir selja.

Þó að ég hefði áhuga á að versla við fyrirtækið, veit ég alls ekki hvort það er með vörur sem mig vanhagar um.

Mér dettur því ekki í hug að kaupa aðild að þessu fyrirtæki.Ég veit ekki einu sinni hvort ég má koma og skoða hvað er í boði, og ganga út án þess að hafa keypt neitt.

Hver veit?

 

 


mbl.is Þúsundir skráð sig hjá Costco
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ég veit og búinn að vera félagi í Costco verzlaunaklubbnum síðan 1989, síðasta bílinn keypti ég í gegnum Costco. 

Sennilega verður lík kistan mín keypt í Costco, þeir eru með gott úrval.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 9.3.2017 kl. 01:10

2 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Gaman að heyra frá þér Jóhann. Ekki vissi ég að þeir seldu bíla, og hvað þá líkkistur! Ha.. Ha.

Ingibjörg Magnúsdóttir, 25.3.2017 kl. 00:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband