25.11.2016 | 23:18
Benedikt vill verða forsætisráðherra
enda hafði hann óskað eftir umboði frá forseta Íslands um að fá umboð hans til að mynda ríkisstjórn. Hann fékk það ekki. Tveir forystumenn flokka hafa fengið það umboð hingað til, en tilraunir þeirra til að setja saman ríkisstjórn með meirihluta og/eða sáttaumleitunum á málefnum hafa mistekist.
Mig grunar að Viðreisn hafi gert í því að hafa gert Sjálfstæðisflokki og Vinstri grænum erfitt fyrir í stjórnarmyndunarviðræðum. Þetta má flokka undir stjórnkænsku: þegar þessir flokkar hafa skilað inn umboði til stjórnarmyndunar, þá aukast líkurnar á að Viðreisn fái umboðið.
Formaður Viðreisnar er hæfur í samningaviðræðum og enginn nýgræðingur í stjórnun. Ný er Benedkikt á fullu bak við tjöldin að víla og díla með stjórnarmyndun. Það er ekki út í bláinn að Bjarni Ben. hafi mætt til hans í dag. En hver er díllinn?
Auðvitað er mikilvægt að kosnir þingmenn geti komið saman ríkisstjórn sem fyrst.
En það sem mér hugnast ekki, er að Ísland gerist aðili að Evrópusambandinu.
En ég er til í að treysta Benedikt fyrir störfum í ríkisstjórn Íslands, ef hann gefur eftir í Evrópumálum.
Bjarni kom að hitta Benedikt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hvernig dettur þér í hug að hann gefi eftir Evrópumálin? Flokkurinn er stofnaður út á þau!
Óskar, 26.11.2016 kl. 01:18
Ég held að fæstum okkar hugnist að Benedikt verði Forsætisráðherra.
Hrossabrestur, 26.11.2016 kl. 07:15
Stór hættuleg samsetning er Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Framsókn ef af verður þá ná þeir rest af sjóðum okkar. Benedikt er vægt til orða vafasamur maður til að stjórna svo og Bjarni það sanna milljarðarnir og fyrirtækin sem þeir hafa skilið eftir í rúst. Þjóð blæðir.
Sigurður Haraldsson, 26.11.2016 kl. 10:09
Ég treysti þessum falska Benidikt ekki fyrir nokkrum hlut, þetta er óværa sem smitar útfrá sér og öll eplin í körfunni verða ónýt.
Hrólfur Þ Hraundal, 26.11.2016 kl. 14:22
Strákar, sammála ykkur um að Benedikt sé ekki góður kostur í næstu ríkisstjórn. Evrópumálin hrylla mig. Ég veit satt að segja hvað honum gengur til í því efni. Ekki nema hann gefi eftir. Hef reyndar ekki kynnt mér nánar hvaða málefni hann leggur mesta áherslu á. Látið heyra í ykkur með það. Kveðja, Inga.
Ingibjörg Magnúsdóttir, 27.11.2016 kl. 23:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.