Ég kalla þetta leikskólaveður ....

það veður sem geysar nú á austurströnd Bandaríkjanna. Og ég kalla einnig veður sem var á höfuðborgarsvæðinu fyrir áramót, þegar snjóaði mikið, leikskólaveður m.v. hversu mikið snjóar fyrir norðan. Ég gekk í snjó upp fyrir hné í byrjun desember 2015 þarna fyrir norðan. Það var reyndar á göngustígum og svæðum sem vélar höfðu rutt upp snjó. Sem sagt Reykjavík og Bandaríkin eru á leikskólastiginu m.v. Norður-Ísland sem er á háskólastiginu hvað varðar snjókomu og ófærð varðar. - En vissulega eru svæði í Bandaríkjunum þar sem snjóar mikið og vandræði skapast á þjóðvegum. -

En nú er ég komin út á hála braut, með samanburði á vondu veðri hér og þar. Best að hætta núna. En ég segi alltaf: ef þú ætlar út á land, kynntu þér veðurspána, áður en þú leggur í'ann.


mbl.is Eins og meðalveður í Vesturbænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi leikskólaskrif þín eru engan veginn viðeigandi. Það er gríðarleg snjókoma í milljónaborg,þar sem mjög erfitt verður að koma snjósköflunum frá. Það mun svo allt frjósa fast í nótt,þar sem mælirinn mun falla niður í 11 gr F. Hætt er við að nóttin geti orðið sú síðasta fyrir sumt fólk sem er heimilislaust og býr á götum borgarinnar.

Sigurdur Gudjonssdon (IP-tala skráð) 24.1.2016 kl. 03:03

2 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Er sammála þér Sigurður, því þarna er fólk ekki vant svona vondu veðri. Og þegar það skellur á á kannski 10 ára fresti, er voðinn vís. Það er kannski ekki sanngjarnt af mér að bera þetta saman við Ísland.

En að sjálfsögðu kalla ég snjókomu hér á höfuðborgarsvæðinu leikskólasnjó miðað við snjókomu fyrir norðan, t.d. á Akureyri.

Ingibjörg Magnúsdóttir, 30.1.2016 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband