Landsbankinn rændur - Kannski er bankinn á leikskólastiginu.

Viðvaningar ræna fé úr Landsbankanum í Borgartúni. Þeim tekst það enda var hegðun þeirra ógnandi. En ránið greinilega ekki nægilega úthugsað til enda.

Mér skilst að ræningjarnir hafi hoppað yfir afgreiðsluborð, líklega til að sjást ekki í myndavélum eins og hver annar viðskiptavinur, ógnað gjaldkera og komist á brott með fé.

Veit ekki hvað í þeirra huga fékk þá til að ræna þennan banka. Þetta er minn viðskiptabanki, og bæði aðkoma að bankanum og að keyra frá honum er ekki svo auðveld, þannig að viðskiptamaður bankans geti keyrt á fullu frá bankanum.

En gjaldkeraaðstaðan í bankanum er þannig að hægt er að ganga kringum gjaldkeraborðið. Bankaræningi þarf alls ekki að hafa fyrir því að stökkva yfir til gjaldkera. Hann gæti hæglega gengið að gjaldkera, til að ræna hann, eða hana. Gjaldkerinn er yfirleitt miðaldra eða kona á besta aldri. Ræningjar vita þetta.

Í gegnum tíðina og í bönkum hér yfirleitt, eru gjaldkerastúkur yfirleitt lokaðar. Ég bjó um tíma í landi við Miðjarðarhaf og ég tók sérstaklega eftir að það var enginn leikskólabragur á hlutunum þegar maður kom inn í banka: gjaldkerinn var stór og stæðilegur miðaldra karlmaður og vann sína vinnu í gjaldkerastúkunni sem var girt með rimlum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband