26.12.2015 | 00:36
Ömurleg Reykjavík fyrir túrista á jóladag
Það gerist varla verra fyrir túrista á jóladag að vera á ferðinni í miðbænum og nánast allt lokað. Hitti 2 góðar konur sem vinna í fjárfestingabransanum í Singapore, sem voru að leita eftir opinni búð í miðbænum í dag. Ég tjáði þeim að 10-11 verslunin sem þær stóðu framan við, yrði opnuð á miðnætti.
Ég sjálf var á leiðinni í búð sem ég hafði frétt að væri opin á jóladag, en það var Pétursbúð, sem er nálægt St. Jósefsspítala. Konurnar þáðu boð mitt um að verða mér samferða í búðina. Það var hryllilega kalt þarna í dag, en við áttum ágætt spnjall, en á leið okkar var ekki einn einasti staður opinn þar sem hægt var að kaupa sér kaffi, setjast niðu og spjalla. Reyndar voru Bæjarins bestu opnar. Og einhver kaffihús á Skólavörðustíg.
Frétti svo í kvöldfréttum að 25 flugvélar hefðu komið til landsins daginn ágður með 11 þúsund ferðamenn á aðfangadag. Og margir ferðamenn með þeim vélum gripu í tómt: allt lokað og jolamaturinn bara samlokur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
"When in Rome, do as the Roman´s do"
Ferðamenn sem koma hingað, vita að það er allt lokað um jól og áramót, nema þeir ferðist á vegum drulluferðaskrifstofa.
Þetta er hjákátlegt væl og varla þess virði að hlustað sé á það.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 26.12.2015 kl. 01:50
áTTU VIÐ AÐ EF FÓLK ER EKKI Á 5 STJÖRNU HÓTELUM SE ÞAÐ SKÍTAPAKK OG ÞURFI EKKI NEINA ÞJÓNUSTU ???
Erla Magna Alexandersdóttir, 26.12.2015 kl. 18:23
Sæll Halldór og takk f. svarið. Held að ferðamenn viti lítið um lokanir á jóladag, gamlársdag og nýársdag hér á landi. Efast um að láglaunafólk á ferðaskrifstofum sé að upplýsa gesti um opnanir/lokanir að sjálfsdáðum. Evrópubúar eru vanir því að flest sé opið alla daga ársins.
Eru virkilega einhverjar drulluferðaskrifstofur í rekstri hér á lanfi? Ef svo er ættir þú að láta vita af slíkri starfesmi.
Áramótakveðjur frá mér, Inga.
Ingibjörg Magnúsdóttir, 1.1.2016 kl. 06:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.