13.11.2015 | 23:01
Leitt að lesa um endalok Símaskrárinnar
Já, því miður. Þessi góða og gagnlega skrá mun brátt heyra fortíðinni til. Þetta gagnlega plagg með upplýsingar um hvernig á að bera sig að í jarðskjálfta, erlend svæðisnúmer, íslensk póstnúmer raðað eftir götum, svo eitthvað sé nefnt, er að hætta að koma út.
Gott er fyrir eldra fólk, sem hefur ekki aðgang að netinu, að geyma síðustu símaskrána, til að þeð geti flett upp símanúmerum hjá stofnunum og fl.
Það sem símaskráin hefur haft að geyma og sem hefur komið fólki í góðar þarfir gegnum tíðina eru gulu síðurnar: þar hefur verið hægt að fletta upp á t.d. læknum, tannlæknum, byggingafyrirtækjum og heilsuverslunum, svo eitthvað sé nefnt.
Margir eiga eftir að sakna Símaskrárinnar. En tæknin er tekin við og líklega á eftir að búa til öpp, sem taka við af gulu síðunum.
Hinsta Símaskráin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.