24.6.2015 | 00:23
Söngur í upphafi vinnudags, gefur auka orku
Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar leggur til að þingfundir byrji með söng. Þetta er góð tillaga, enda gefur söngur og öll tónlist hverjum einstaklingi auka orku. Og ekki veitir af að þingmenn fái jákvæða og auka orku áður en þeir takast á við landsmálin.
Það sem vekur athygli mína er, að Páll Valur vísar í bandarískan skóla þar sem dagurinn byrjar á söng.
En ég vil vekja athygli á að íslenskur skóli hefur í gegnum tíðina ætíð byrjað skóladaginn með söng á sal. Það er Laugarnesskólinn. Minnir að Ingólfur Guðbrandsson, heitinn, hafi komið þessari hefð á í þessum skóla. Og vonandi er þessi sönghefð við upphaf skóladags, ennþá við lýði þarna í Laugarnesskólanum.
Vill byrja þingfundi á söng | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:21 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.