18.6.2015 | 01:08
Hæfileikaríkt og glæsilegt fólk tekur við fálkaorðinni.
Þetta er alltaf stór stund á Bessastöðum, eini sinni á ári. Og ég óska fálkaorðuhöfum til hamingju með útnefninguna og góðs gengis. Stór stund.
En til að gera kannski lítið úr þessu stóra, þá finnst mér einhvern veginn að fálkaorðan og veiting hennar eigi að hafa stóran staf í íslensku: Fálkaorða. Honum, eða henni var veitt Fálkaorðan í dag.
En það er ekki svo, fálkaorðan er skrifuð með litlum staf. En ég held að ég sé undir áhrifum engilsaxneskar tungu, sem notar stóran staf í meira mæli en við Íslendingar.
Þakka bara fyrir á meðan einhver stjórnmálamaðurinn kemur ekki með þingsályktunartillögu að orðið Íslendingur verði skrifað með litlum staf.
14 fengu fálkaorðuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.