Hirosíma - Magnað að lesa frásagnir þeirra sem ...

... lifðu árásina af. Og eru til frásagnar í dag. Hvað gerðist þennan dag og hvernig?

Sprengjunni var komið fyrir í flugvél bandaríska hersins á Mariann-eyjum. Veður var bjart og sólin skein. Er flugmennirnir komu á ákvörðunarstað, en einungis þrír í áhöfninni vissu um tilgang fararinnar, sá áhföfnin greinilega borgina niðri undir sér. Engin japönsk flugvél hóf sig á loft til þess að andæfa bandarísku vélinni, og engin loftvarnarskot heyrðust neðan að.

Þeir nálguðust nú skotmarkið og létu sprengjuna detta. Kl. 9:15 að morgni. Sprengjan var látin síga niður í fallhlíf. Þetta gaf áhöfninni tíma til að fljúga burt nokkurn spöl, áður en sprengingin yrði. ...

Þegar sprengjan sprakk, með sprengiafli á við 20.000 lestir TNT sprengiefnis, gaus upp af henni dökkt ský, er reis í 12.000 metra hæð á 2 mínútum. Eftir því sem áhöfninni sagðist frá, þeit þetta helst út eins og sjóðandi mugga. ...

Er áhöfnin leit hið mikla gos, sögðu sumir þeirra: "Guð minn Góður!"

Heimild: Kjarnorka á komandi tímum, David Dietz; Mál og menning, 1947.


mbl.is Sárið hverfur ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband