31.5.2015 | 02:18
Fosshótel - rísandi turn - en hver á að þrífa þetta?
Hversu oft hef ég ekki keyrt framhjá rísandi turninum undanfarið. Og spurningin er alltaf sú sama: "hver á að þrífa þetta?
Svo fór ég að taka eftir að þetta var merkt "Fosshótel" og ég dáist auðvitað að framsækninni í að byggja svona stórt hótel. En spurningin er alltaf sú sama: "hver á að þrífa þetta?" Sækja einhverjir Íslendingar um vinnu þarna, eða verður vinnuafl flutt inn, til að þrífa þetta?
Í gærkvöldi nefndi ég þetta á nafn í gestaboði, og kom ákveðið nafn þrifafyrirtæiis til sögunnar. Líklega fá þrifafyrirtæki samninga við svona hótel, sem ráða til sín nýbúa og kannski nokkra Íslendinga, á skítalaunum, til að þrífa þetta.
Götumyndin þarna í nágrenninu getur tekið á sig ýmsar myndir. Ég var oft farþegi í bíl á leið til vinnu eldsnemma að morgni. Í eitt skiptið var útigangsmaður að skila stóru af sér við hornið á turninum í Borgartúninu, rétt hjá Fosshótel.
Það merkilegasta var að maðurinn var með hvítan pappír til að skeina sig á, þó að hann ætti í erfiðleikum með það vegna ölvunar. Hvítur pappírinn blakti í golunni.
Þetta er bara spurning um hvort hótelgestir verði ánægðir með þrif á hótelinu og að þeir geti gengið óáreittir í nágrenni hótelsins, án þess að mæta ofurölvi útigangsmönnum.
Gestir inn - iðnaðarmenn út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 2.6.2015 kl. 00:36 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.