6.4.2015 | 02:46
Skemmtilegt að afgreiða Katrínu Jakobs.
Í mínum huga yrði Katrín verðugur forsetaframbjóðandi, því að hún er góður viðskiptavinur. Og hún hefur góða menntun. Góða reynslu i stjórnmálum. Er fyrrverandi ráðherra. Er hreinskilin: Hlustaði á viðtal við hana á Páskadag í útvarpinu.
Og hún kom einu sinni, ásamt annari konu, þar sem ég var að afgreiða í fyrirtæki á 101. Þær voru að kaupa eitthvað með kaffinu, sem tengdist líklega flokknum þeirra á Alþingi.
Ég tók sérstaklega eftir Katrínu: hún var svo jákvæð og það var svo létt yfirbragð yfir henni.
Ég lærði nokkuð af þessu: þegar ég kem inn í verslun, þá ætla ég að reyna að vera jákvæð og hress.
Ekki eins og sumir þekkitir, Alþingismenn eða aðrir frægir, sem hafa komið til mín að versla; sumir með hálfgerðan fýlusvip eða að það nánast rignir upp í nefið á þeim.
Ekki að undirbúa forsetaframboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.