4.4.2015 | 02:01
Vill Kópavogsbær byggja tilbeiðsluhús á Nónhæð?
Í frétt á Mbl.is segir af lóðareiganda sem vill byggja tilbeiðsluhús á Nónhæð. Margir héldu að þetta væri aprílgabb. En fréttin birtist fyrst í fréttum í sjónvarpi.
Sjónvarpsmenn og aðrir miðlans menn, eru nefnilega sniðugir að birta fréttir 1. apríl sem við almúginn gætum haldið að væri 1. apríl gabb. T.d. tillögur forsætisráðherra um að nota gamlar teikningar Guðjóns Sam. af húsi til að hafa til hliðsjónar viðbyggingar við Alþingi.
Og svo birtist tölvugerð mynd af hugsanlegu tilbeiðsluhúsi á Nónhæð og viðtal við lóðareiganda. Þetta hljómaði eins og aprílgabb. En þar sem fréttin bauð ekki upp á neitt hlaup, þ.e. að mæta á einhvern stað fyrir almúgann til að bíta á agnið, hlaut þetta að vera ekki aprílgabb.
En það sem ég rek augun í, er að teikningin að þessu tilbeiðsluhúsi er svo forljót (að mér liggur við að halda að þetta sé aprílgabb), að mér fyndist það móðgun við íbúa Kópavogs ef byggingarnefnd samþykkti þetta.
Tilbeiðsluhús á Nónhæð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 22.4.2015 kl. 23:29 | Facebook
Athugasemdir
Sammála þér Ingibjörg, þetta er eins og hrófatildur andskotans.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.4.2015 kl. 03:17
Einmitt, þú kemur ákkúrat með rétta lýsingu á þessu: "hrófatildur andskotans." Geri aðrir betur!
Ingibjörg Magnúsdóttir, 22.4.2015 kl. 23:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.