10.11.2014 | 21:53
Af hverju mismunar Strætó bs. farþegum?
Farþegar Strætó sem kaupa far út á land ferðast með vögnum sem hafa öryggisbelti. Farþegar innanbæjar á stór-Reykjavíkursvæðinu ferðast með vögnum án bílbelta.
Ég nota strætó töluvert, bæði innan- og utanbæjar. Hér innanbæjar aka vagnar á gífurlegum hraða á sumum leiðum, þannig að ferðin verður ónotanleg og óþægileg. Oft eru foreldrar með börn á þessum leiðum og mér sendur ekki á sama um þau, óbundin í sætunum. En hef tekið eftir að bílstjórar sem aka milli landshluta, aka á skynsamlegum hraða.
Þessa dagana standa yfir "Öryggisdagar Srætó og VÍS." Örygisþættirnir eru sjö, og sá sjöundi segir "Gætið vel að litlum börnum á leið inn og útúr vagninum." Sem er gott og vel.
En það er ekki nægilegt. Lítið barn sem situr óbundið í sæti í strætisvagni er alls óvarið. En margir foreldrar taka barn sitt úr kerru og halda á því, eða láta það sitja eitt og óbundið í sæti. Þeir byðu barni sínu líklega ekki upp á slíkt ef um fólksbíl er að ræða.
Af hverju telur Strætó bs. það ásættanlegt að bjóða upp á strætisvagna innanbæjar sem hafa engin bílbelti og þar sem farþegar geta átt von á að bílstjóri keyri á miklum hraða á vissum leiðum, jafnvel hraðar en bílstjóri á leið út á land?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.