Ekkert nýtt að kallar sýni tillann á sér

Vildi deila með ykkur reynslu minni af svona manni, eftir að hafa lesið fréttina um "Afa feita" ´hér á mbl.

Þetta gerðist fyrir mörgum árum. Við krakkarnir í Laugarneshverfi þurftum að fara alla leið upp á Laugardalsvöll í leikfimi. Við stelpurnar urðum varar við að einhver maður var að sniglast þarna, og þá sérstaklega kringum litlu stelpurnar, 7-8 ára. En við vorum þá 10-12 ára, man ekki nákvæmlega, en þetta var líklega árið 1967 eða 8.

Við gengum að manninum þar sem hann sat i bíl sínum, með opna buxnaklauf og hann hélt um tillan á sér. Maður á besta aldri, 40-50. Við skildum þetta ekki. Enda orðið "kynferðisaftrotamaður" "perri" eða slíkt ekki til í okkar orðaforða.

Við spurðum hann: "er þér illt í honum?" Það varð eithvað lítið um svör. Þetta er það eina sem ég man eftir að við umkrindum hann í bílnum. Síðan keyrði hann á brott. Við reyndum að hafa uppi á honum, enda sáum við að hann keyrði áleiðis upp á Teiga. Bönkuðum þar uppá á nokkrum stöðum, en án árangurs.

Síðan héldum við heim á leið í okkar hverfi og þessu lauk með því að við fórum inn í skóbúð á Hrísateig, þar sem núna er bakaríið Kornið, og með hjálp afgreiðslumannsins, hringdum við í lögregluna og tilkynntum atvikið. Ég man alltaf hver okkar talaði í símann, en það var Jóna.

En þegar maður fer að hugsa til baka, þá var ekki til í okkar orðaforða "kynferðislegt áreiti" og álíka, en því miður urðu ungar stúlkur í okkar skóla fyrir slíku af hendi eins kennara sem starfaði þarna.

Vandamálið er að litlir krakkar og eldri, eru kannski ekki endilega að segja frá því sem gerist dags daglega, þetta er bara eitthvað sem þau lenda í. Og halda að þetta sé bara hluti af lífinu.

Okkur finnst kannski ekki auðvelt að ræða svona hluti við litla krakka. En kannski er mikilvægt að segja við litla krakka að þau eigi að segja okkur frá ef að einhver maður/kona geri eða segi hitt og þetta og reyni að tæla þau til sín með gylliboðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband