Nýbúar - Taka 1 - Pólverjar keyra strætó

Í fyrra tók ég strætó, eins og ég geri nánast dags daglega. Var, eins og alltaf, með ferða-kaffibollann minn í farteskinu, eins og alltaf. Þ.e.a.s. í veskinu og þar sem ég geng inn í vagninn var barasta kaffislóðin eftir mig, þar sem bollinn hafði farið á hliðina og veskið míglak.

Vagnstjórinn, pólskur, tók eftir þessu, sem og kollegi hans, sem var að spjalla við hann áður en vagninn lagði af stað. Þeir bentu mér kurteislega á slóðaskapinn í mér,  og sem betur fer sáu þeir ekki að kaffið hafði líka lekið niður í sætið sem ég valdi í vagninum.

Ég reyndi að þurrka upp eins og best ég gat, enda með einhverja bréfsnepla á mér.

En það sem ég hugsaði þarna, var að ef það hefði verið íslenskur bílstjóri á vagninum, hefði hann líklega hent mér öfugri út, útaf sullinu hjá mér.

Ég nota strætó nokkuð oft, og hef tekið eftir að margir Pólverjar eru í vinnu hjá Strætæó bs. og mín reynsla er sú að allir þessi bílstjórar eru mjög kurteisr við viðskiptavini og keyra strætisvagnana án þess að vera með nokkurn glannaskap.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband