Áhugaverðasta frétt sem ég hef lesið í langan tíma

það er skemmtilegt að lesa frétt um kornungan mann sem hefur náð langt á sínu sviði. Auðvitað er því að þakka að að miklu leyti að hann var alinn upp í kringum svona starfsemi. Og auðvitað hefur áhugi stráksins á að taka til hendinni mikið vægi. Gangi Hinrik Erni vel í öllu í framtíðinni.

Því miður segja einhverjar EES tilskipanir að börn megi ekki vinna. En það er innvafið í þjóðargenið að krakkar vinni og taki til hendinni. A.m.k. var það þannig þegar ég var að alast upp. En því miður eiga ekki allir krakkar foreldra sem eiga og reka fyrirtæki, þar sem þeir geta fengið að vinna af og til.

Því miður eru ungmenni sem eru að stíga sín fyrstu skref út á vinnumarkaðinn t.d. um 15 ára aldur, ekki alveg í stakk búin til að takast á við þau verkefni sem þarf að inna af hendi. Margir þeirra vita jafnvel ekki hvað er þvegill, borðtuska eða viskustykki. Og flestir þeirra hafa enga reynslu á því að þrífa salerni, eða skúra gólf!


mbl.is Byrjaði barn í eldhúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætli fréttamaðurinn viti hvað fyrirsögnin þýðir? Hún er í engu samræmi við efni fréttarinnar. „Að byrja barn“ er að búa það til. Tæplega var ætlunin að fjalla um svoleiðis athafnir; eða hvað?

Þorvaldur (IP-tala skráð) 27.7.2014 kl. 19:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband