Farþegar Strætó bs. eins og síld í tunnu

Samstarfskona mín tekur strætó frá Norðurbænum í Hafnarfirðinum snemma á morgnana til að mæta til vinnu kl. 9. Vagninn er stútfullur nánast alla leið til Reykjavíkur og fær hún kannski sæti þegar vagninn stoppar við HÍ við Hringbraut. Nokkrum mínútum áður en hún yfirgefur vagninn.

Á fimmtudaginn, 16. jan. heyrði hún í talstöð vagnsins að strætisvagn (veit ekki hvaða leið það var) hefði þurft að skilja 20 væntanlega farþega eftir á einhverri stoppustöð.

Þetta gengur ekki. Þetta er mjög svo slök þjónusta við farþega Strætó bs. Ef borgaryfirvöld vilja aðað einkabílum fækki í miðborginni og víðar, verður virkilega að bæta almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Sérstaklega á annatímum á morgnana.

Ég sjálf nota Strætó bs. töluvert, en reyndar ekki þessar fjölförnu leiðir í úthverfin, þannig að dags daglega upplifi ég mig ekki eins og síld í tunnu í strætisvagni.

Hef orðið vör við að margir bílstjórar hjá fyrirtækinu eru pólskir. Þetta eru mjög viðkunnalegir starfsmenn hjá Strætó bs. enda veit ég til þess að pólskir starfsmenn á Íslandi eru upp til hópa til fyrirmyndar og eftirsóttir.

En mikilvægt er að borgaryfirvöld sjái þegnum sínum fyrir samgöngum við hæfi til að þeir komist almennilega til og frá vinnu dags daglega.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband