Jólakveðja úr óvæntri átt

Mig langar að segja ykkur frá símtali sem ég fékk á jóladag, fyrir utan símtöl frá aðilum úr nánustu fjölskyldu.

Góður kunningi minn hringdi, sem bar upp erindi sitt við mig, en óskaði mér jafnframt: "Marry Chrismas and a Happy New Year." Þar sem kunninginn er múslimi frá Sýrlandi og hefur búið hér á landi í einhvern tíma (en restin af fjölskyldu hans komst hingað til lands úr hremmingunum í haust), þótti mér vænt um að fá þessa kveðju. Ég spurði hann: "Are you celebrating something." Og þá átti ég auðvitað við íslensku jólin. "A little bit" sagði hann.

 

Ég á nú eftir að heyra betur í honum og fá að vita hvernig hann og hans fjölskylda upplifir íslensk jól. En mér finnst alltaf áhugavert að spjalla við nýbúa þessa lands, sem ég geri oft.

 

Og oftar en ekki spyr ég hvernig þau halda jól í sínu landi, eða jafnvel hér. Eða réttara sagt, hvað hafið þið í matinn á jólunum?

"Saltfisk" svaraði einn góður kunningi minn. Svarið kom mér á óvart. Enda ekkert ójólalegra. En viðkomandi er frá Portúgal, og saltfiskur skal það vera, þó að kunninginn sé landfastur hér og tali vel þokkalega íslensku, og frúin er frá Brasilíu, þannig að hún fattar kannski ekki hversu ójólalegur saltfiskurinn er.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

E


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband