Sláandi margir atvinnulausir! En samt vantar starfsfólk!

Var að ræða við atvinnuveitendur í matvælageiranum, sem vantar starfsfólk t.d. í bakarí á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum. Ekki hefur reynst auðvelt að fá starfsfólk eftir að sumarfólkið hvarf til náms nú í haust.

Ég spurði hvort þau hefðu ekki leitað til Vinnumálastofnunar, þar sem mörg hundruð manns væru á atvinnuleysisskrá? "Jú" var svarið. "Við fengum lista með nöfnum." En fáir, sem engir þáðu vinnuviðtal að sögn heimildamanns. "En hvað með Suðurnesin?" spurði ég. "Það er mikið atvinnuleysi þar,  hef ég heyrt." Það var sama sagan þar. Fyrirtækið fékk lista yfir atvinnulaust fólk, og hringdi í og bauð í viðtal. En fólkið hafnaði atvinnuviðtali. 

Það vantar greinilega fáa vinnu á Íslandi í dag, í þessum geira amk. Kreppan líklega yfirstaðin, enda þrjú ár frá hruninu. Eða hvað?

 

 

 


mbl.is 6,7% atvinnuleysi í agúst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: GunniS

ég veit ekki hvað þú ert að reyna að fara með þessu, en ég hef bent á það áður, að hér um áramótin 2008 / 2009 þá fór atvinnuleysi úr 2000 og upp í 12.000 - og það hefur verið á því róli síðan = ekkert gert til að skapa störf sem  fóru í hruninu. 

og ef laun eru að fæla frá , þá bara eiga atvinnurekendur að hækka launin. og bendi ég á neysluviðmið velferðarráðuneytisins sem voru gefin út fyrir um ári síðan. og er að finna á vef velferðarráðuneytis.   

GunniS, 13.9.2011 kl. 07:30

2 Smámynd: GunniS

annars minnir þetta mig á að ég kannaðist einu sinni við stelpu sem vann við afgreiðslu í bakarí sem pabbi hennar á. og hún skildi ekkert að ég væri auralaus, og komst ég að því að pabbi hennar borgaði henni um 400.000 á mánuði, og ef atvinnurekendur borguðu sínum starfsmönnum eins og þeir væru dætur eða synir þerra, þá giska ég að það væri ekki vandamál að fá fólk í vinnu við afgreiðslu í bakarí.

GunniS, 13.9.2011 kl. 07:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband