6.8.2011 | 01:01
Mesta blekking eða lygi sem ég hef séð/lesið í langan tíma ...
... og ég sé og heyri margt. Ég er orðlaus. Einstaklingur ... mér er óglatt ... Einstaklingur sem hefur verið valinn sem efnahags- og viðskiptaráðherra hér á Íslandi segir "evruna veita stöðugleika."
Ég spyr bara hvaða helv ... fokkings stöðugleik???
Það var fullt af fólki hér á Íslandi sem kaus þennan aðila yfir sig í gegnum einhvern flokk í síðustu kosningum.
Ég bara kalla eftir einhverjum rökum hjá einhverjum færum fjármálaspekúlant, sem getur stutt við fullyrðingu ráðherrans um að evran veiti "stöðugleika.".
Í mínum augum er evran eins og hvers konar fyrirbrigði á fjármálamarkaði, og virði hennar fer upp og niður í takt við hver önnur hluta- og verðbréf á markaði. Gjaldmiðlar falla í verði eins og hver önnur hlutabréf, og hækka ... alveg eftir því sem markaðir ganga fyrir sig.
En það er óskaplega barnalegt af Árna Páli að halda því fram að evran veiti stöðugleika.
Ég álít að íslenska ríkið og þjóðin sjálf væru betur sett með annan efnahags- og viöskiptaráöherra. Íslenska þjóðin þarf á einstaklingi að halda sem hefur raunhæft vit á viðskiptum.
En þjóðin kaus þetta yfir sig. En þyrfti virki8lega á því að halda að það yrði sérráðið í starf efhahags- og viðskptaráðherra.
Segir evru veita stöðugleika | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hver vissi að V.G. myndi bakka þetta upp. Ég er vissum að flestir Íslendingar eru að missa þolinmæðina,það þýðir að við förum að mótmæla svo um munar.M.b.kv.
Helga Kristjánsdóttir, 6.8.2011 kl. 01:34
Já Ingibjörg mikið er ég sammála þér, og Helga það væri óskandi að almenningur sé að fá nóg og komi þessari óstjórn frá sem allra allra fyrst.
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 6.8.2011 kl. 08:41
Sæl Ingibjörg.
Það sýður á manni eftir að hafa hlustað á þetta rugl í manninum.
Ekki nóg með að hann segði Evruna myndu veita stöðugleika.
Hann sagði: "Evran myndi veita óendanlegan stöðugleika"
Á hvaða apaplánetu hefur þetta mannkerti eiginlega verið !
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 6.8.2011 kl. 09:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.