Málið alvarlegt ... eða hvað? Hvaða mál annars?

Maður les af og til hálfkaraðar fréttir hér á mbl.is og fyrirsögnin á fréttini var um "Málið litið alvarlegum augum" eins og maður ætti að vita um hvað fréttin fjallaði eða væri inni í málinu.

En alvarlegt ástand varð víst í Bolungarvíkurgöngum í gærkvöldi, þegar kveikt var á tveimur neyðarblysum þar. Get ímyndað mér að mikill ótti og ringulreið hafi ríkt þarna í þessum aðstæðum. En ekkert kemur fram í fréttinni um hver hafði kveikt á þessum blysum og af hverju. Vonandi fáum við lesendur á mbl.is uppfærslu á þessari frétt.


mbl.is Málið litið alvarlegum augum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Mér datt allt í einu í hug hvort svona blys séu almennt á boðstólum í bílagöngum hér á Íslandi? Ef svo er, hver er tilgangurinn? - En ef einhverjir vitleysingjar keyra inn í bílagöng og gera óskunda með því að kveikja á blysum sem þeir koma sjalfir með ... þá er það annað mál. 

Endilega lesendur gera athugasemdir og svara þessum spurningum ef þið vitið eitthvað um þessi mál sem snúast um bílagöng hér á Íslandi.

Ingibjörg Magnúsdóttir, 15.7.2011 kl. 02:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband