Annað hvort var Strauss-Kahn handtekinn eða ekki!

En eins og alþjóð veit, þá var Strauss-Kahn handtekinn af bandarísku lögreglunni þegar hann var kominn um borð í flugvél, á sínum tíma.

En í fréttinni á mbl.is segir að hann hafi borið fyrir sig diplómatískri friðheldi 'er hann var handtekinn af lögreglunni í New York án árangurs.'  Þetta hljómar eins og að mogginn sé að færa lesendum fréttir um að löggan í New York hafi ekki haft neinn árangur af handtöku mannsins. Kannski náði hann að flýja. Sko, annað hvort er maður handtekinn af lögreglunni, eða ekki. 


mbl.is Sagðist njóta friðhelgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband