17.6.2011 | 02:21
Annað hvort var Strauss-Kahn handtekinn eða ekki!
En eins og alþjóð veit, þá var Strauss-Kahn handtekinn af bandarísku lögreglunni þegar hann var kominn um borð í flugvél, á sínum tíma.
En í fréttinni á mbl.is segir að hann hafi borið fyrir sig diplómatískri friðheldi 'er hann var handtekinn af lögreglunni í New York án árangurs.' Þetta hljómar eins og að mogginn sé að færa lesendum fréttir um að löggan í New York hafi ekki haft neinn árangur af handtöku mannsins. Kannski náði hann að flýja. Sko, annað hvort er maður handtekinn af lögreglunni, eða ekki.
Sagðist njóta friðhelgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.