... sem og þeir gerðu - með stæl.
Ég hef ekki fylgst nægilega mikið með keppninni og hvað þá framlagi Íslands í ár, en ég hef þó hlustað á lagið og eitthvað séð af framvindu sveitarinnar í sjónvarpinu síðustu daga.
Þegar ég horfði á framlag Íslands í kvöld, varð ég stolt af framlagi okkar: þarna voru strákar að spila og syngja, í minningu vinar síns og það sem mér fannst lang flottast var að allir í bandinu sungu - sinna hluta í laginu. Þetta er fallegt lag og bandið kom vel út á sviði, þar sem ekkert var um tiktúrur eða sjónhverfingar. Mér fannst sætt þar einn gæjinn í bandinu kyssti starfsélaga sinn, þegar stutt var liðið á lagið/sönginn, en ég fattaði ekki alveg í hvaða tilgangi það var.
Gaman væri að einhver lesandi þessa bloggs og aðdáandi "I'm coming home" gæti útskýrt fyrir mér afhverju kossinn varð á þessu augnabliki í laginu, eða bara koss yfirleitt. Ekki það að ég sé ekki fyrir það að kyssa án tilefnis, eða þannig.
Áfram Ísland í Eurovision!
Ísland komst áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.