Vinir Sjonna voru frábærir og ég hafði á tilfinningunni að þeir kæmust áfram ...

iceland.jpg

... sem og þeir gerðu - með stæl.

Ég hef ekki fylgst nægilega mikið með keppninni og hvað þá framlagi Íslands í ár, en ég hef þó hlustað á lagið og eitthvað séð af framvindu sveitarinnar í sjónvarpinu síðustu daga.

Þegar ég horfði á framlag Íslands í kvöld, varð ég stolt af framlagi okkar: þarna voru strákar að spila og syngja, í minningu vinar síns og það sem mér fannst lang flottast var að allir í bandinu sungu - sinna hluta í laginu. Þetta er fallegt lag og bandið kom vel út á sviði, þar sem ekkert var um tiktúrur eða sjónhverfingar. Mér fannst sætt þar einn gæjinn í bandinu kyssti starfsélaga sinn, þegar stutt var liðið á lagið/sönginn, en ég fattaði ekki alveg í hvaða tilgangi það var.

Gaman væri að einhver lesandi þessa bloggs og aðdáandi "I'm coming home" gæti útskýrt fyrir mér afhverju kossinn varð á þessu augnabliki í laginu, eða bara koss yfirleitt. Ekki það að ég sé ekki fyrir það að kyssa án tilefnis, eða þannig.

Áfram Ísland í Eurovision!

 

 


mbl.is Ísland komst áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband