En er Reykjavík örugg borg?

Reykjavík er ekki eins örugg og hún var fyrir nokkrum árum.

Það er hættulegt að vera gangandi vegfarandi að næturlagi. Tvö nýleg dæmi um karlmenn í annarlegu ástandi sem gengu í skrokk (höfuð) á tveimur mönnum í miðborginni meö stuttu millibili.

Flestir ferðamenn sækja til miðborgarinnar. Ég veit það, enda hitti þá oft, bæði á leið til vinnu þar og til útréttinga.

Mesta áreitið er á Lækjartorgi, Austurstræti og þar í kring. Ég þurfti á öllum mínum rökstuðningi að halda til að fá ungan föður í skilning um að hann ætti ekki að skilja barnakerru fyrir utan búðir í miðborginni. (Sjá eldra blogg frá 2008 um drykkjumann sem svaf úr sér á 101).

Sem gangangi vegfarandi verð ég fyrir reglulegu áreiti drykkjufólks á Lækjartorgi, Austurstræti og Hlemmi. Yfirleitt er áreitið saklaust að því leyti að drykkjufólk er að betla aur.

Sjálf nota ég Strætó bs. og áreiti þar innan strætisvagna er ekki mikið og ekki aðeins bundið við drykkjumenn. Þangað slæðast stundum trúboðar sem ávarpa mann og jafnvel hef ég rekist á strætisvagnastjóra sem virtist í annarlegu ástandi. Sé mest eftir því að hafa ekki tilkynnt hann á sínum tíma.

En það sem ég hef töluverðar áhyggjur af, er að ferðamenn geti ekki lengur spókað sig um í miðbænum án þess að verða fyrir áreiti fólks sem er í annarlegu ástandi.

Síðast í dag (3ja janúar 2011), átti ég erindi á Stattstofuna í Tryggvagötu. Þangað elti mig maður undir áhrifum áfengis, alla leið upp til skattmanns og beið þar eftir mér. Sem betur fer gat ég gerið mér góðan tíma í að sinna erindinu með því að fylla út pappír. Og þegar ég stóð upp var kauði hvergi sjáanlegur.

Ég teygði mig út um gluggann, til að athuga hvort hann biði niðri á gangstétt. Þegar starfsmaður á Skattinum sagði mér í óspurðum fréttum að "hann væri á klósettinu" notaði ég tækifærið og skilaði honum pappírnum og hljóp sem hraðast út úr byggingunni.

Við sem búum hér, höfum alltaf val, um hvar og hvenær við sinnum erindum okkar, eða svona næstum því. En ef hinn almenni borgari er ekki öruggur við að sinna erindum sínum um miðjan dag í miðri viku, hvernig eiga ferðamenn þá að finnast þeir öruggir á ferðum sínum um borgina og landið?


mbl.is Reykjavík lýst sem ódýrri borg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei Reykjavík og í raun allt Ísland er stórhættulegur staður. Því þar búa villimenn sem kunna ekki að haga sér. Og ekki eru konurnar betri.

Elvar Geir Sævarsson (IP-tala skráð) 3.1.2011 kl. 23:49

2 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Örugg??

Nei alls ekki - og eftir því sem ástandið versnar í þjóðfélaginu verur öryggið minna.

Heiftin sem er að magnast upp skilar sér í minna umburðarlyndi - meiri hörku og tillitsleysi fólks gagnvart hverju öðru,

Glæpagengi frá Litháen - Póllandi og fleiri löndum gera svo ástandið enn verra.

Ef stjórnin sneri áhersluatriðum sínum við - beitti meiri hörku gagnvart erlendum glæpagengjum og gerði Íslenskum almenningi mögulegt að lifa mannsæmandi lífi hérlendis yrði ástandið annað. Íslendingar myndu hætta að flýja til útlanda og meðlimir glæpagengjanna myndu afplána dóma sína í sínu heimalandi.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 4.1.2011 kl. 04:11

3 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Hæ Elvar, vissulega eru villimenn úti um allt. En hvernig skilgreinir þú villimann? Og hvernig skilgreinir þú konur, sem þú segir ekki vera betri en villimenn?

Ingibjörg Magnúsdóttir, 7.1.2011 kl. 00:17

4 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Hæ Ólafur Ingi, þó að ég hafi enga útreikninga undir höndum, þá er ég ekki til í að vera sammála því að glæpir hafi aukist hér vegna gengja frá Litháen, Póllandi og öðrum löndum.

Þegar harðnar á dalnum, aukast glæpir, bæði af hálfu innfæddra og nýbúa. En vissulega hafa glæpagengi komist inn í landið vegna inngöngu Íslands í Schengen.

En á mínum ferðum her í bæ, hef ég aldrei orðið vör við Litháa, eða Pólverja, sem væru með einhvern skæting. Ég hef orðið vör við betl Íslendinga á Hlemmi, Lækjartorgi og Austurstræti. Betl frá svokölluðu útigangsfólki.

Ég hef líka hitt nýbúa, á við Pólverja og Litháa, á förnum vegi, hér í búðum eða fyrir utan vinnustaði. Þetta voru hressir gaurar, sem voru búnir að læra eitthvað í íslensku, og þetta voru aðilar sem voru miklu hressari og opnari fyrir athugasemdum frá mér en ég hefði gert mér vonir um. Og þeir eru líka það hressir og gerðu t.d. athugasemdir við hryllilega hallærisleg sólgleraugu sem ég neyddist til að setja upp hér í haust (ég fann ekki þessu vanalegu) og einn spurði: "Eru þetta gull gleraugu?" - Sko: það eru ekki allir nýbúar frá þessum löndum glæpamenn.

Ég hef einnig góð samskipti vegna vinnu minnar, við fólk frá alls konar framandi löndum, svo sem Guyana, Síberíu, Jórdaníu og fleiri löndum: þetta eru allt nýbúar og fæstir nýbúar eru sem betur fer einhverjir glæpamenn. 

En auðvitað þarf að uppræða glæpaklíkur og innbrotsþjófa. En það er ekki hægt að eyrarmerkja ákveðið fólk frá einhverju landi við slíka iðju.

Ingibjörg Magnúsdóttir, 7.1.2011 kl. 00:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband