14.12.2010 | 01:30
Var twistandi strætisvagni Bs. á Sæbraut ekið af fíkniefnaneytanda?
Það er eftitt að setja fyrirsögn á þennan þráð. En ég verð að segja að ég dáist þó að lögreglunni fyrir að hafa náð tíu ökumönnum undir áhrifum fíkniefna.
Hér áður fyrr, var alltaf talað um "stút undir stýri" (þann sem var tekinn undir áhrifum áfengis) - Hvað er hægt að kalla bílstjóra sem keyrir undir áhrifum fíkniefna?'
Hef stundum tekið eftir því að fólk fær sér öllara og keyrir svo heim til sín. Án þess að hafa hugmynd um hvort áfengi mælist í blóðinu og/eða það er komið yfir mörkin.
Fyrir rúmum áratug lenti ég í því að missa prófið, en ég hélt að ég væri búin að sofa úr mér þann bjór sem ég hafði drukkið kvöldið áður. En það var ekki svo.
Um daginn hitti ég konu, sem er þekkt hér í þjóðfélaginu, og tókum við tal saman. Hafði ekki séð hana í mörg ár, en þóttist kannast við hana. Jú, mikið rétt: þetta var hún. Tjáði hún mér að hún hefði lent í læknamistökum. Læknirinn reyndist vímuefnasjúklingur. Hann var rekinn og missti læknaleyfið.
Að sögn konunnar, fékk þessi læknir vinnu hjá Strætó bs. Enda hafði viðkomandi hreint sakavottorð, þar sem hann hafði aldrei fengi á sig kæru vegna læknamistaka, að hennar sögn.
Ég tjáði þessari konu, að ég hefði lent í undarlegum viðskiptum við Strætó bs. í fyrra, eða réttara sagt við bílstjóra sem ók strætó hjá þessu Bs. fyrirtæki, sem ku vera sameignarfyrirtæki nokkurra sveitarfélaga hér á höfuðborgarsvæðinu.
Ég var að bíða eftir vagni nr. 5 fyrir utan Íslandsbanka á Sæbraut. Þegar vagninn kemur, ekur hann ekki að strætóskýlinu, en stöðvar á miðri hraðbrautinni og hleypir mér inn. Bílstjórarnir sem voru fyrir aftan vagninn voru tillitssamir og stöðvuðu bíla sína, en þegar ég hugsa til baka, hefðu þeir átt að þeyta lúðrana. Vegna þess að vagninn var í algjörum órétti.
Ég stíg inn í vagninn og spyr vagnstjórann hvort han hefði ekki átt að keyra upp að strætóskýlinu: "Jú kannski" sagði hann og hló.
Síðan tekur hann af stað og það er reyndar ekki löng leið að næsta ljósi, á gatnamótum Sæbrautar og Kringlumýrarbrautar. Á þessari stuttu leið, fer vagnstjórinn að "twista." Hann vingsar stýrinu eins og smákrakki, hærgi/vinstri hægri/vinstri, þannig að vagninn vingsar til hliðar á veginum, eins og hann væri að tvista.
Mér fannst þetta undarlegur akstur, en var ekki nægilega fljót að hugsa um að þetta væri eittgvað afbrigðilegt, þannig að ég tæki mig til og klagaði þennan akstursmáta.
En kannski var læknirinn kominn þarna undir stýri. En sem betur fer hef ég tekið eftir því á strætisvagnaferðum mínum, að stundum eru þarna á ferðinni aðilar sem hringja strax og kvarta við Strætó bs. ef eitthvað er að, t.d. seinkun. Þannig að ég er að vona ef "strætóbílstjóralæknirinn" hafi hegðað sér svona óviðeigandi á öðrum tímum, að þá hafi örugglega verið einhverjr framtaksamari farþegar en ég til að tilkynna óviðeigandi aksturslag.
En sem sagt, eftir því sem ég frétti fyrir stuttu, þá var fíkniefnaneytandi og fyrrverandi læknir ráðinn sem bílstjóri til Stræbó bs. Ég sel þetta ekki dýrara en ég keypti það, en trúi þessari sögu miðið við reynslu mína af viðskiptum við fyrirtækið.
Tíu undir áhrifum fíkniefna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.