Þú býrð í Bananalýðveldi. Vissir þú það?

Fjármálaeftirlitið virðist hafa verið gjörsamlega máttlaust apparat stjórnvalda fyrir, og jafnvel löngu fyrir, bankahrunið. Ef marka má niðurstöður rannsóknaraðila á starfsaðferðum Landsbanka Íslands og Glitnis, sem sakóknari fékk til liðs við sig, til að rýna í starfsaðferðir þessara banka.

Það er með öllu ólíðandi að Fjármálaeftirlitið hafi ekki verið megnugt að sinna starfsskyldum sínum. Af hverju? Og af hverju var íslenska Kauphöllin svona blind? Var hún í makki með þessum aðilum sem blekktu markaðinn? Og svo eru starfsmenn banka, fjármálastofnana og kauphallar ennþá þarna að störfum, eða hvað; alltaf í sömu gömlu áskriftinni að launaseðlinum sínum; enda hefur enginn gert neinar athugasemdir við starfsemi þessara aðila eða þeirra stofnana sem þeir stjórna.

Ég segi það enn og aftur: við sem búum hérna ennþá á Íslandi, við búum því miður í BANANALÝÐVELDI. Því miður. En þú veist bara ekki af því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband