Geimferjan n X37B ægilegur hlunkur ...

... og lítur út eins og hver önnur flugél (þota). Það kemur reyndar ekki fram í fréttinni  á hvaða eldsneyti þessi geimferja keyrði, ef einhverju. En það sem Bandaríkjamenn hafa verið aö velta sér fyrir, árum saman, er hvernig er hægt að hanna geimferju sem keyrir á einhverju öðru en áþreifanlegu eldsneyti. En flaugar/diskar sem hafa hrapað til jarðar í BNA á s.l. áratugum, hafa ollið verkfræðingum miklum heilabrotum. 

Fljúgandi diskar sem ameríski flugherinn hefur hirt upp eftir hrap og sem eru geymdir á þar til gerðum stöðum, þar sem hönnun og rannsóknir á flugförum og geimförum fara fram, hafa greinilega ekki skilað neinni þekkingu til þeirra. Fljúgandi "furðuhlutir" eru ofar þeirra skilningi, sem og okkur hinna.

Þannig að við sem búum á þessari jörð, erum á eins konar frumstigi, hvað varðar það að fljúga um geiminn.

En miðað við móralinn hér á jörð, eru samt margir klárir karlar og kerlingar sem hafa vit og verkfræðivit til að þróa ýmis apparöt sem hafa komið okkur út í geiminn.

Það tekur sinn tíma, en það eru aðrar lífverur þarna úti sem eru komnar miklu lengra en við í geimvísindum.

Málið er að Kaninn þegir yfir því sem hann veit, vegna þess að hann vill ekki að aðrar þjóðir verði á undan með að þróa geimvísindin á undan þeim sjálfum, og síst Rússa.

Það ríkir ennþá kalt stríð milli þjóða í þessu tilliti.


mbl.is Leynileg geimferja til jarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

og hvernig veist þú að Bandaríkjamenn hafi hirt upp einhverja fljúgandi diska?

Ásgeir (IP-tala skráð) 4.12.2010 kl. 02:00

2 Smámynd: Davíð Þór Þorsteinsson

Hvernig veistu að bandarísk stjórnvöld t.d. viti ekki lykilin að bakvið anti gravity? Held að þeir myndu passa að það myndi ekki lekast út strax, eða lykilin á að stoppa öldrun, þeir myndu ekki leka "epískum" þekkingu út strax. Nasistarnir voru komnir á góðar leið með að smíða diska.

Eins og fréttin með nýja lífsformið, kannski hafa þeir vitað það í nokkur ár og það hefði verið að fara að leka út núna, þannig þeir ákvöðu að setja þetta í fréttirnar frekar en að fólk þurfi að fatta það sjálft. Það var búið að tala um þetta lengi held ég.

Aukþess finnst mér smá nett 'tilviljun' að þeir ákveða að uppgötva nýtt lífform á sama tíma og Wikileaks er að henda út mikið af top-secret skjölum á hverjum degi.
 

Davíð Þór Þorsteinsson, 4.12.2010 kl. 14:33

3 identicon

Ég er nokkuð sammála. Miðað við hvað þeir hafa lengi notað sömu skutlur í áratugi, ásamt því að nota flugskeyti til að skjóta þeim út í geim, vekur upp grunsemdir hjá mér.

Margir einkaaðilar eru komnir með mun þróaðri tækni heldur en NASA til að komast út í geim, t.d. má nefna Virgin Galactic og einnig þróun á boosters frá hinum eina sanna John Carmack.

Persónulega finnst mér eins og þessar geimskutlur NASA séu bara "show" meðan MARGT gerist bakvið tjöldin með mun þróaðri tækni, m.a. anti-gravity. Þeir draga þetta áfram, búa til eitt og eitt mission sem snýst um að koma birgðum og fólki á ISS.

Herinn er með MUN MUN fleiri sendingar út í geim heldur en NASA, sem við getum ekki fengið að vita af. Það vekur mér mikinn óhug. Við vitum nákvæmlega EKKERT hvað er þarna uppi.

Ef ég tek umræðuefnið aftur í anti-gravity, þá er Biefeld-Brown effect þekkt meðal eðlisfræðinga. - http://montalk.net/science/84/the-biefeld-brown-effect

"Gravitation is by far the weakest of the four interactions. Hence it is always ignored when doing particle physics. The weakness of gravity can easily be demonstrated by suspending a pin using a simple magnet (such as a refrigerator magnet). The magnet is able to hold the pin against the gravitational pull of the entire Earth."

http://en.wikipedia.org/wiki/Fundamental_interaction

Jón T (IP-tala skráð) 4.12.2010 kl. 16:56

4 Smámynd: Jónas Jónasson

af hverju finna bandaríkjamenn bara svona diska? hafa geimverur engan áhuga á öðrum löndum?

Jónas Jónasson, 4.12.2010 kl. 17:10

5 Smámynd: Davíð Þór Þorsteinsson

Spurning hvort bandaríkjamenn séu í geimstríði við aðrar vitsmunaverur. Þeir hafa sprengt kjarnorku á tunglinu, "til þess að finna vatn".

Geimurinn er mun ótrúlegi en flestir halda, og það eru einhverjir sem vita virkilega stóra hluti um lífið sjálft sem er ekki sagt hverjum sem er.

Davíð Þór Þorsteinsson, 4.12.2010 kl. 18:18

6 Smámynd: Páll Jónsson

Þetta er frekar speisuð færsla í alla staði.

Páll Jónsson, 4.12.2010 kl. 20:12

7 identicon

Djöfull eru þið nett rugluð.

Enginn hefur geta sýnt fram á að anti gravity effect, the Institute for Gravity Research of the Göde Scientific Foundation býður hverjum sem er 1 milljón dollara ef þeir geta sýnt fram á anti gravity.

Davíð, í fyrsta lagi voru það ekki Bandaríkin sem sprengdu eitt né neitt til að finna vatn á tunglinu. Þeir eingöngu skutu projectile á tunglið, engin kjarnorka tengdist því. Hvað varðar hinar tilgátur þýnar þá segir þetta margt "18 ára pjakkur sem reynir að koma einhverju viti í þessa moggabloggara." sýnist þú vera gera allt annað en það.

Siggi (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 13:53

8 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Hæ Ásgeir, ég hef lesið um rannsóknir Bandarískra áhugamanna á málefninu ásamt skrifum aðila sem urðu vitni að ýmsum hlutum í kjölfarið á hrapi fljúgandi disks.

Ingibjörg Magnúsdóttir, 6.12.2010 kl. 23:35

9 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Hæ Davíð Þór, ég er sammála í hnotskurn því sem þú segir um þetta. Ef Kanninn er búinn að opna leyndarmálið að "anti graviti" þá er hann ekki tilbúinn til að segja frá því núna. Aðallega vegna þess að þeir hafa ekki getað leyst þetta verkefni til fulls. Það er langt í land.

Og það væri "glæpur" eða "tap" fyrir þá að gefa eitthvað í skyn að þeir viti eitthvað; að öðrum kosti fylltust stofnanir þeirra að rússneskum njósnurum, og fleiri njósnadeildum: t.d. Kínverjum og fleirum.

Það er áhugavert hveru langt Þjóðverjarnir voru komnir langt (ég vil ekki endilega kalla þá alla Nazista) í geimvísindum. Þeir voru amk komnir langt í smíðum á eldflaugum þegar seinni heimstyrjöldin braust út. 

Og haf hverju var það? Af hverju voru Þjóðverjar svona flíknir í þessu?

Eftir að Hitler tapaði styrjöldinni, og Bandamenn tóku yfir þessi Evrópulönd og reyndu að koma á skikki þarna, þá voru BNA menn nógu klárir að fá Þjóðverjana til sín með sína þekkingu og gerðu þá að prófessorum í bandarískum háskólum.

Werner von Braun var í fararbroddi með sína þekkingu. Gott og vel.

En af hverju voru, og eru Þjóðverjar svo klárir í geimvísindum og verkfræði yfirleitt?

Ingibjörg Magnúsdóttir, 6.12.2010 kl. 23:50

10 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Sæll Jónas Jónasson, málið er að það eru ekki bara Bandaríkjamenn sem finna svona diska. Þeir hafa farið víða. En málið er, að fljúgandi diskar hafa aðallega birst á sveimi kringum bandarískar vinnustöðvar, þar sem töluveröar rannsóknir hafa farið fram á alls konar flugvélum og geimflaugum.

Ingibjörg Magnúsdóttir, 7.12.2010 kl. 00:37

11 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Sæll Davíð Þór Þorsteinsson,

Er nákmæmlega sammála þér, að það er búið að uppgötva hluti, bæði í heimi og geimi, sem almenningi hefur ekki verið geint frá. Almenningi er hreinlega ekki treyst til að takast á við nýja þekkingu eða raunveruleika. Þekkingu sem má rekja allt til tíma Alberts Einstein, hefur ekki verið komið á framfæri við almenning (heimild, t.d. ritið "The Dark Skde of the Brain").+Í BNA er skuggaríkisstjórn sem ræður því í rauninni hversu mikið hið raunverulega ríkisstjórn, og forsetinn á hverjum tíma má vita. 

Ingibjörg Magnúsdóttir, 7.12.2010 kl. 00:43

12 Smámynd: corvus corax

Hvernig olla hlutir heilabrotum? Hafa þeir ekki frekar valdið heilabrotum?

corvus corax, 7.12.2010 kl. 08:37

13 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Jú, mikið rétt corvus, enda ekki vanþörf á leiðréttingum á málfari hér í blogginu, hver svo sem á í hlut. Ég er sjálf á þeirri skoðum að mikilvægt er að viðhafa rétt málfar þegar maður bloggar. En maður getur lent í gildrum þegar manni er mikið niðri fyrir og skrifar eitthvað í fljótheitum hér inn á bloggið.

Þess vegna er gott að hafa málfarsbremsur hér, sem gagnrýna slæmt málfar hjá mér sem öðrum. - Koma svo!

Ingibjörg Magnúsdóttir, 9.12.2010 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband