1.12.2010 | 23:09
Ekki fyrsta slysiđ í kvöld - Stćrstu gatnamót borgarinnar stórhćttuleg
Vonandi slasađist vegfarandinn ekki alvarlega. En ég varđ vitni ađ öđru slysi á sömu gatnamótum rúm lega 18.30 í dag. Gangandi vegfarandi varđ fyrir bíl sem var ađ aka yfir á Kringlumýrarbraut á beygjuljósi frá Hringbraut. Ég beiđ í bíl á rauđu ljósi og vegfarandinn var ađ ganga í sömu átt. Mig grunar ađ viđkomandi hafi gengiđ út á götuna á rauđu gönguljósi.
Sem betur fer stóđ hún upp eftir ađ hafa lent á bílnum, en ađ lenda í svona slysi getur haft slćmar afleiđingar, fyrir bćđi vegfarandann og bílstjórann. Fólk fćr áfall og einnig ţeir sem verđa vitni ađ atburđinum.
Mér finnst alltaf óhugnalegt ađ vera gangangi vegfarandi á stórum gatnamótum, t.d. Grensásvegur/Hringbraut, en ég hef ekki notađ Hringbraut/Kringlumýrarbraut. Fólk ţarf ađ fara mjög varlega og alls ekki undir nokkrum kringumstćđum fara yfir gangbraut á rauđu ljósi.
Kv. Inga
P.S. Fyrir nokkrum árum fór ég gangandi úr miđbćnum heim til mín á degi sem fólk var hvatt til ađ skilja bílinn eftir heima. Ég átti fótum mínum fjör ađ launa á gönguljósi á gatnamótum Laugavegar/Nóatúns. Ţađ var grćnt fyrir ţann gangandi, en bíll sem tók beygju uppúr Nóatúni og inn á Laugaveg austur tók ekki tillit til ađ sá gangandi ćtti réttinn. Ţađ sem bjargađi mér var ađ ég var vel á verđi. Enda kunnug svínurum í umferđinni gagnvart gangandi.
Og ég ćtla ađ skrifa ađeins meira um umferđarmenningu hér í borginni, nokkuđ sem hefur hvílt á mér um tíma, viđ fyrsta tćkifćri.
Miklabraut lokuđ vegna slyss | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:16 | Facebook
Athugasemdir
Ohh, ég ţoli ekki ţessar götur ţar sem bílarnir geta beygt inn á mann viđ ađ ganga yfir. Ég fer oft yfir á rauđu á ţessum götum; ég nota tímann ţar sem er á rauđu hjá báđum. Ţessi tími er stundum jafnlangur - eđa lengri - en grćni kallinn varir.
Og ţađ er sér kafli ađ vera á hjóli. Bílarnir bölva manni fyrir ađ hjóla á götunum og gangandi vegfarendur nöldra yfir ţví ađ mađur sé á gangstéttunum. Ég held ađ ţađ séu fáir jafn fyrirlitnir í ţessu ţjóđfélagi og ţeir sem ađ hjóla.
Enda áttu helst ađ vera á bíl. Jeppa ţar ađ auki. Ţrátt fyrir ađ vera ein á ferđ og bara ađ spćna upp malbik.
Danni (IP-tala skráđ) 2.12.2010 kl. 12:43
Já, ţađ er stórhćttulegt ađ ganga yfir á grćnu ljósi, ţar sem ökutćkiđ má taka beygju á saa tíma. Betra ađ nota göngubrýr, ţar sem ţćr eru fyrir hendi, eđa ganga/hjóla yfir göngubraut ţegar allt er autt (burt séđ frá ljósi).
Ég hef einnig hjólađ, en hef haldiđ mig ađallega á gangstéttum. Danir eru klárari en Íslendingar í ţessum málum (og ţar af leiđandi mörgum fleiri), en ţeir gera ráđ fyrir hjólabrautur út um allt, međfram ógrösuđum langsléttum blikkbeljanna.
Ingibjörg Magnúsdóttir, 3.12.2010 kl. 22:28
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.