5.11.2010 | 00:35
Frábær spurninga "keppni" á mbl.is - Daglega nýjar spurningar.
Ég tók eftir í fyrrakvöld að mogginn er kominn með svokallaða spurningakeppni, svona
"trivia" spurningakeppni. Þar sem maður getur kepp við sjálfan sig. Og maður getur meira að segja sent árangur síns inn á Facebook.
Tók fyrst þátt í þessu í gær, miðvikudag. Hafði 5 rétta af 10. Datt þess vegna ekki hug að senda þetta inn á fésbókina.
Svaraði spurningum líka í kvöld, en árangurinn var ekki góður: 4 af 10. Ekkert til að státa að. Enda ekki mikið inni í dægurmálum og þannig.
En margir hafa gaman af spurningaleikjum, og ég var einmitt að lesa gamalt íslenskt tímarit hér í vikunni sem hafði að geyma spurningaleiki.
Ein spurningin hljómaði svo:
"Hvorir fundu upp smjörlíkið, franskir eða brezkir efnafreæðingar?"Og önnur svo:
"Hvor fann upp hljóðritann, Edison eða Marconi?
Og gettu nú?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.