1.11.2010 | 22:19
Sammála Ögmundi!
Er búin að hlusta á orðræðu undanfarið á öldum ljósvakans um að ríkisstjórnin ætti að víkja og að forsetinn ætti að skipa utanþingsstjórn. Er ekki hlynnt því. Aðilar í núverandi ríkisstjórn buðu sig fram á sínum tíma til að taka á þjóðmálunum eftir hrunið. Síðustu kosningar kostuðu sitt, og það verður að nýta það fjármagn til hins ítrasta. Ögmndur talar út úr mínum munni, þegar hann segir að [ríkisstjórnin verði að] "horfast í augu við erfiðleikana"og að það litla fylgi sem stjórnin hefur núna, lítur hann á það sem áskorun um að gera betur. Það er einmitt málið.
Íslendingar kusu síðast, þeirra var valið. Þeir sem buðu sig fram komust til valda. Og núna eru þessir aðilar á launum hjá okkur Íslendingum. Mikilvægt er að þessu fólki verði gefið tækifæri til að vinna vinnuna sína. Við erum óþolinmóð, ef okkur finnst ekkert ganga.
En þeð hefur vissulega áhrif að gagnrýna stjórnvöld, ef þau eru að skila litlu, sem engu að mati margra.
En nýjar kosningar kosta bara meira pening og hærri skatta. Það er skynsamlegast í stöðunni að kosnir fulltrúar til Alþings taki á honum stóra sínum, í eitt skipti fyrir öll. Gefum þeim sjéns.
Nú ef ekki, þá eru þau úti í kuldanum í næstu Alþingiskosningum. Eða hvað?
Vælir ekki undan slöku gengi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er kaldhæðni örlaganna að fyrir réttum tveimur árum var þetta sama fólk að með miklu háværari orðræðu um að ríkisstjórninn ætti að víkja sökum þess að hún nýtur ekki stuðnings þjóðarinnar. Þetta sýnir tvískinnung stjórnmálamanna að þau snúi nú baki við sínum eigin orðum fyrir tveimur árum síðan og segjast nú ætla að sitja þegar þau kröfðu ríkisstjórn í miklum vanda um það að víkja. Nú eru þau í miklum vanda sjálf en sjálf segjast þau ætla að sitja og gagnrýna þá sem að vilja að þau víki. það var ekki haft á orði fyrir tveimur árum síðan að þáverandi stjórnvöld ættu að fá séns. Af hverju ættu sum okkar, þau okkar sem að eru verulega ósátt við búsáhaldauppreisnina og hvernig VG komst til valda með valdi eigi að fá séns? Hver eru rökin fyrir því?
Ef að stjórnmál framtíðarinnar sem og Ísland framtíðarinnar á að snúast um heiðarleika þá er góð byrjun hjá ríkjandi stjórnmálaflokki að snúa baki við eigin orðum og eigin röksemdum. Allt er falt til þess að halda í völdin stjórnmálamenn segja hvað sem er til þess að komast til valda og til þess að halda völdum, VG sem aðrir.
Jóhann Pétur Pétursson, 1.11.2010 kl. 22:30
Ég er það ekki Ingibjörg, þessi ríkisstjórn hefur gengið sitt skeið á enda en það er einkenni ríkisstjórna að þær eru yfirleitt síðastar til að átta sig á því. Þessi stjórn fór af stað á kolvitlausum forsendum og með kolvitlausar áherslur, það var alltaf ljóst að aldrei yrði friður um störf hennar meðan alla stjórnarfar miðast að inngöngu í ESB og það í nær öllum málum, þar sem stjórnin hefur ekki haft stuðning grasrótarinnar eins og reyndin er með forustu VG. Slík stjórn er dæmd til að mislukkast.
Rafn Gíslason, 1.11.2010 kl. 22:34
Auðvitað hefur sama blindan heltekið Ögmund eins og hina skussana í ríkisstjórn, sem sjá ekkert annað en það sem þeir "halda að sé eigin ágæti.............." og skítt með líðinn
Biggi (IP-tala skráð) 1.11.2010 kl. 22:35
Heil og sæl Ingibjörg; jafnan !
Hvílíkt; andskotans dekur, sem þú viðhefir, gagnvart þessum gufum.
Við; óþolinmóð ? Jah; tibúinn væri ég, að gefa þessu liði 200 - 2000 ár, til þess að sanna, að þau væru eitthvað að aðhafast, í okkar þágu Ingibjörg mín, en.... þau hafa bókstaflega EKKERT verið að gera, undanfarin 2 ár, nema að hygla sjálfum sér - sem vinum sínum, helvítis fíflin !
Tek fram; að ég fylgdi þeim Guðjóni Arnari að málum, í síðustu kosningum - sem oft áður. En; hvar ég fyrirlít svonefnt lýðræði, mun ég ei framar kjósa, nema ég sé fullviss um, að aðeins 2 - 3 sterkir menn, yrðu í kjöri.
Ekki meir; ekki meir, af hvítflibba og blúndukerlinga stóðinu, ágæta Ingibjörg !
Engu að síður; með beztu kveðjum, til þín /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.11.2010 kl. 22:37
Þessi ríkisstjórn hefur staðið sig mjög illa. Það er spurning hvort að hleypa eigi Sjálfstæðisflokknum að þrátt fyrir þá gífurlegu kerfisbundnu spillingu og viðbjóð sem þeim flokk fylgir. Nei, ég held ekki. Það verður að gefa siðspilltu glæpamönnunum í Sjálfstæðisflokknum töluvert lengra frí. Þar að auki hafa þeir ekkert fram að færa fyrir utan þessa hefðbundnu hagsmunagæslu um sérhagsmuni og kerfisbundna spillingu í þjóðfélaginu.
Guðmundur Pétursson, 2.11.2010 kl. 09:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.