27.10.2010 | 23:12
Mikilvægt er að geta spurt frambjóðendur til stjónrlagaþings spurninga ...
... áður en þeir eru kosnir til þessa þings.
En því er ekki fyrir að fara. Bæklingur (eða bók), verður gefin út rétt fyrir þessa kosningu til stjórnlagaþings. Kosningabærir aðilar hafa ekki mikinn tíma til að velta sér fyrir málefnaskrá frambjóðenda.
Ef einhver frambjóðandi les þetta blogg mitt, þá langar mig að vita hvort einhver frambjóðandi hefur hugleitt að setja beri ákvæði í íslenska stjórnarskrá, að einstakir ráðherrar geti ekki tekið ákvarðanir varðandi íslenska ríkið, hvort sem varðar fjármál, þátttöku í stríði eða öðru mikilvægu, án þess að bera viðkomandi erindi undir íslensku ríkisstjórnina?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.11.2010 kl. 23:09 | Facebook
Athugasemdir
Ef þú kíkir á svipan.is getur þú fundið upplýsingar um marga frambjóðendur þar sem þeir svara meðal annars þessarri spurningu og vísa að auki á kynningarsíður þar sem þú getur lesið meira um stefnumál þeirra. Svipan.is er eina síðan sem ég hef fundið ennþá sem er með kynningu á frambjóðendum, en það eru ekki allir sem setja upplýsingar þar.
kosning.is er líka síða sem gott er að skoða, en kynningarefnið þeirra er ennþá í vinnslu.
Dagný (IP-tala skráð) 28.10.2010 kl. 09:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.