Bandarískir hermenn með leynisendingu í "top secret mission?"

Þetta er athyglisverð frétt í ljósi þess að það hafi orðið "titringur" uppi á velli þegar að farþegar/áhöfn vélarinnar neituðu tollvörðum inngöngu í vélina. Áhöfnin veifaði hermannapössum. Skv. frétt í snjónvarp Rúv í kvöld, fyrir utan "titring" þurfti að hafa samband við bandaríska sendiráðið.

Tollverðir komust inn í vélina að lokum og kom í ljós að farmurinn var ýmis tól og tæki í kössum. Ekkert ólöglegt við að flytja tæki milli landa. En miðað við uppákomuna, og það að vélin var skráð í einkaeign, segir manni að þessi flutningur hafi bara verið "ultra top secret" sending. 

Við hverju bjuggust sendimenn? Að þeir væru undanþegnir tollskoðun á Íslandi með því að veifa herskilríkjum? Nei, aldeilis ekki.

En maður getur ekki annað en brosað að þessu atviki: ef áhöfn vélarinnar hefði hleypt tollvörðum orðalaust í vélina, þeir skoðað og ekki gert athugasemdir við nokkra kassa með einhverjum tækjum, hefði þessi sendiför ekki spyrst út.


mbl.is Tollgæslu meinað að skoða flugvél
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

ég held sð engir bandarískir leynimenn ferðist í tvinn otter hægfleygri flugvél og lenda við gömlu flugstöðinna en þar myndi hver einast maður í fluginu og herjum vita að sérskoðum myndi vera gerð.

Valdimar Samúelsson, 29.10.2010 kl. 21:10

2 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Er það ekki einmitt málið? Vera með "ultra top secret" farm um borð í leynilegri sendi för á vegum BNA-hers (CIA, FBI) eða einfaldlega skuggaríkisstjórnar BNA, þ.e. Majestic 12. Til að gera svona sendiför "ósjáanlega" eða "ekki áberandi" þá notar þetta lið auðvitað prívat vél (amk. ekki hervél eða ríkisvél) og heldur að það geti komist upp með ýmislegt.

Og það að þetta hafi verið Twin Otter hægfleyg vél sem lenti við 'fáfarna' flugstöð á Íslandi, þar sem þeir halda að tollverðir séu fáfróðir (eða bara "ignorant" gagnvart svona saklausri vél) styrkjir mann í afstöðunni til að halda að þeir hafi haldið að þeir hefðu komist upp með að sniðganga tollskoðun.

Ég held að þeir hafi tekið sénsinnn, eða þeir áttu ekki annara úrkosta völ, nema að millilenda hér. En ef þeir vissu fyrirfram að þeir lentu í sérskoðun, og neituðu, af hverju lentu þeir þá hér? Þeir tóku bara sjénsinn og ætluðu að láta reyna herskilríkin.

Nú vitum við að Bandaríkjamenn voru að senda "ultra top secret" tæki til Þýskalands. Örugglega einhver nýsköpun, sem BNA her er ætlað að beita þarna.

Ólíklegt er að við fréttum eitthvað af þessum tækjum á næstunni, en hugsanlega koma þau á markað eftir mörg ár. 

En svona er lífið í dag. Og leynilífið. :)

Ingibjörg Magnúsdóttir, 29.10.2010 kl. 22:08

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Auðvita getur þetta verið satt og reyndar eftir að hafa unnið suður á velli þá sá maður margt skrítin en flugvélar sem komu frá Kólumbíu með stoppi í KANADA en ekki USA og svo Ísland en fóru ekki í tollskoðuð þar sem þetta var forseta flugvél frá kakastan með diplómata um borð en þessi flugvél kom hér í gegn í ótal skipti án skoðunar þar til hún bilaði eitt árið en þá sáum við það sem við vissum en ekkert var gert. Hvað er sammerkt kólimbíu.?

Valdimar Samúelsson, 29.10.2010 kl. 23:04

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Valdimar: fatta þig.

Það sem ég hefði mestan áhuga á að vita: hverskonar "tæki og tól" voru um borð í vélinni. Voru þau opnuð til að athuga innihaldið? Raftæki hafa oft verið notuð til smygls því inni í þeim eru oft holrúm sem hægt er að fylla af góssi.

Maður verður að vona að íslenskir tollverðir séu a.m.k. jafn tortryggnir í garð útsendara stríðglæpavelda og gagnvart hverjum öðrum smyglurum.

Guðmundur Ásgeirsson, 30.10.2010 kl. 00:23

5 identicon

Í kvöldfréttum var talað um 40 manna skrúfuþotu ef ég heyrði rétt, það er nú ekki beint lýsing á Twin Otter. Hefur það komið fram annars staðar að þetta hafi verið TO eða þarf ég að hreinsa eyrun betur?  ;)

Ég skil bara ekki hvað þeir voru eftirlátssamir við þá, Víkingasveitin hefði alveg mátt fá að spreyta sig þarna. Reka mennina út undir vopnum, stinga þeim í steininn og heimta útskýringar frá Kananum en nei, svoleiðis gerum við ekki „vinum“ okkar.

karl (IP-tala skráð) 30.10.2010 kl. 00:35

6 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

ok. Valdimar Samúelsson og takk fyrir svarið. En hvað sáuð þið? Þið sáuð eitthvað, en  geri ráð fyrir að þið hafið verð haldnir þagnarskyldu? Þú etur alltaf skrifað  mér tölvupóst, svona prívat, á inga262@gmail.com. Kveðja, Inga

Ingibjörg Magnúsdóttir, 30.10.2010 kl. 21:15

7 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Sæll karl, hefði það ekki verið svolítið svæsið að Víkingasveitin hefði farið að vera með læti þarna? Enda kom það á daginn að enginn ólöglegur varningur fannst í vélinni.

Þarna voru bara tól og tæki í kössum. En af því að áhöfn vélarinnar var svona vör um sig, og vildi ekki láta skoða vélina, segir það manni að þarna var góss og varningur sem heyrði undir "ultra topp secret" varning. Þetta gætu verið ný njósnagögn og önnur hátækni gögn, sem bandaríska ríkisstjórnin hefur verið að láta þróa. En þegar þeim berast ný gögn í hendur (t.d.þegar fljúgandi diskar hafa hrapað á Bandarsískti grund), t.d. leisergeislaskerar og nætursjónaukar, ráða þeir til sín fyrirtæki til að framleiða svona tæki, þar sem aðilar þurfa að vinna sig afturáak til að finna út tæknina (svok. "reversed engineering).

Hef ekki hugmyndaflug, hvað var í kössum téðrar "Twin Otter" vélar hersins þarna. Kannski var innihaldið m.a. bara ný og bættari útgáffa að nætursjónaukanum og endurbætt útgáfa að leiserskeranum, sem getur skorið úr mikilli fjarlægð. Við fáum aldrei að vita um þetta, held ég. En land sem rekur hernað, og leyniþjónustu, er alltaf með ýmislegt í pípunum sem þarf að halda mjög svo leyndu.

Ingibjörg Magnúsdóttir, 30.10.2010 kl. 21:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband