13.5.2010 | 00:28
21 mánuður í fangelsi fyrir ólöglega komu til BNA - Er það mikið? ...
Ég velti þessu aðeins fyrir mér, vegna þess að búið er að ákæra aðra Íslendinga í New York vegna fjármálabrasks. Verði þeir aðilar dæmdir, velti ég fyrir mér hversu langan dóm þeir fá. Það verður fróðlegt að gera samanburð, þegar þar að kemur. Svo framarlega sem hinir Íslendingarnir fái dóm á sig.
Íslensk kona dæmd í New York | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mann grunar að dómurinn sé svona þungur af því hún fór á flótta undan vörðum laganna. 21 mánuðir eru auðvitað fáránlega þungt, það ætti að nægja að vísa henni úr landi.
Ólafur Þórðarson, 13.5.2010 kl. 01:07
Já, er sammala þér, hún fór á flótta, og fékk því kannski þyngri dóm.
Ingibjörg Magnúsdóttir, 13.5.2010 kl. 02:05
Thad er nu alveg a hreinu ad hun hefur fengid thennan thunga dom ur thvi ad hun reyndi ad flyja. Thad er stormal ad flyja logreglu. Ef hun hefdi ekki gert thad hefdi henni eflaust bara verid visad ur landi og buid. Hun ma nu alveg sjalfri ser kenna um.
Birna (IP-tala skráð) 13.5.2010 kl. 02:38
Í Bandaríkjunum er fjármálabrask stórmál og dómar við slíku athæfi eru mjög þungir. Eins og dæmin sanna þá eru þeir í BNA gjarnir á langa fangelsisdóma og í sumum tilvikum upp á margfalda lífstíð. Ég ætla nú ekki að óska útrásarvíkingunum slíks en tel að þeir hafi ekki til mikils að hlakka verði þeir fundnir sekir þar.
Magnús Óskar Ingvarsson, 13.5.2010 kl. 04:43
Hvað kemur það þessu máli við Magnús ?
Hún var ekkert viðriðin svoleiðis, hún braut innflytandalög !
AFB (IP-tala skráð) 13.5.2010 kl. 06:34
Þið verðið að athuga að málið sem höfðað var í NY er einkamál og við því liggur enginn fangelsisdómur. Það er svo saksóknara í NY að taka upp málið ef í ljós kemur að bandarísk lög hafa verið brotin og þá gætu legið við fangelsisdómar.
Nonni (IP-tala skráð) 13.5.2010 kl. 09:41
Held nú að þetta mál flokkist ekki sem einkamál Nonni.
Hún braut gegn "Home Security" lögum í USA
Í dag er það eitt af alvarlegu brotunum þar. Enda fékk hún 21 mán dóm.
Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 13.5.2010 kl. 13:05
Nonni er að tala um allt annað mál elsku Birgir minn. Ingibjörg var að velta fyrir sér hversu langan dóm Glitnis gengið myndi fá í New York og var Nonni einfaldlega að útskýra fyrir henni að það væri einkamál og er einungis verið að krefjast skaðabóta þar. Það er stór munur á einkamálum og opinberum málum.
Sjonni (IP-tala skráð) 13.5.2010 kl. 14:07
þetta er bara alvöru...þetta er meira en síbrota menn, nauðgarar og barnaníðingar hljóta á hinu æðislega íslandi!!!!!!!!!!!!
stefán (IP-tala skráð) 13.5.2010 kl. 15:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.