28.4.2010 | 23:48
Sumir nota snáka sem gæludýr ... úff ... en
... kannski eru þessi grey ekkert verri en önnur gæludýr. Að minnsta kosti eru snákar ekki með nein hár (svo ég viti), þannig að þeir eru skárri en kettir og hundar sem gæludúyr. En ég hef passað kött stundum og er ekki hrifin af kattarhárunum sem þetta skilur eftir sig. Og hvað þá klórinu í húsgögnin hjá manni.
En aðalerindið með þessu bloggi var annars að ræða aðeins um snáka sem gæludýr. Fyrir okkur íslenska almúgann er snákurinn okkur framandi sem gæludýr. Fyrir nokkrum árum átti ég samtal við góða vinkonu sem rekur mótel í USA með foreldrum sínum. Þau eru íslensk. Ég man alltaf hvað mér þótti það skrítið þegar hún sagði mér frá manni sem gisti hjá þeim (langtímagisting, því hann var að vinna við veituver á svæðinu) og var hann með gæludýrin með sér í glerbúrum inni á herberginu, en þetta voru snákar og eiturslöngur. Hún neitaði að þrífa þarna inni. Ég lái henni það ekki.
En mig grunar að ég sé þröngsýn, þar sem maður þekkir aðallega ketti, hunda og hamstur sem algeng gæludýr hér á landi. Þó hef ég sjálf verið með skjaldbökur og kanínu í gæludýrasafninu hjá mér í gegnum tíðina. Þannig að slöngur og snákar eru kannski ekkert mál miðað við bökur og kanínur, eða hvað?
Snákar og kakkalakkar í íbúð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Líklega er maður það, en þetta eru bara svo óspennandi dýr! Hvað er svona spennó við að vera með eitt stykki slöngu, útlimalaust og í sumum tilvikum hættulegt kvikindi, heima hjá sér? Mér þætti það eflaust mjög óþægilegt, en þekki það reyndar ekki, finnst þetta bara ekki mjög geðsleg dýr...
Skúli (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 23:59
Já, það er nefnilega málið. Þetta eru ekki eins og hundar og kettir, sem gæludýraeigandinn getur strokið og kjassað. Þetta eru kannski spennandi dýr á sinn hátt, en eru a.m.k. ekki í þessum hefðbundna gæludýraflokki.
Ingibjörg Magnúsdóttir, 5.5.2010 kl. 00:33
Vinafólk okkar í Hollandi á gælusnák að nafninu Eva. Eva gerir mannamun, eftir að ég vandist tilhugsuninni, enda heimsækjum við þessa vini ansi oft þá er ég farin að sækjast eftir því að hafa Evu í kjöltunni meðan við horfum á sjónvarpið á kvöldin, henni finnst líka voða gott að fá klór undir hökuna. Mér skilst að tegundirnar séu misjafnar og að einstaklingarnir séu það líka, þeir eru ekki endilega svona kelnir snákarnir en eftir að hafa kynnst Evu þá er ég mun opnari fyrir því að fólk eigi svona sem gæludýr og skil það mun betur. Eva er af tegundinni Royal Python, einhvers konar kyrkislanga en hún er samt frekar lítil, er ekki að fara að kyrkja fólk eða neitt slíkt. Umhirðan er líka mjög auðveld, eru dagblöð undir og svo borða vikulega, mun auðveldara en t.d. hamstur. Langaði að fá að bæta þessu inn því þið nefnið að snákar séu svo ólíkir hundum og köttum með kelerís hlutann, er komin á þá skoðun að það sé almennur miskilningur :)
Vicky (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 14:28
Takk fyrir þetta innlegg Vicky, málið er að maður í rauninni með fordóma gagnvart öðruvísi gæludýrum, en þegar ég heyri svona reynslusögu frá þér, brettust viðhorfið, þar sem maður fær nýja sýn á gæludýraflóruna. :)
Ingibjörg Magnúsdóttir, 7.5.2010 kl. 01:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.