Veðrið undarlegt í suður Evrópu. Er veðurguðinn orðinn eitthvað skrýtinn?

Það er með ólíkindum að það hafi snjóað þarna á Suður-Frakklandi á þessum árstíma. Það mætti halda að veðurguðinn sé orðinn kolklikkaður. Hafi misst minnið og þess vegna ruglast á árstíðum. En samt ekki: það snjóar yfirleitt ekki þarna einu sinni um jólaleytið. Ég man eftir einni ferð, þar sem ég skapp þarna niður eftir í desember. Keyrði frá Luxemburg. Evrópa var öll hrímuð af frosti. En það hafði ekki snjóað neitt. Og þegar komið var suður á Frakkland, var veðrið eins og þeð gerist best á vorin á Íslandi (mínus rigning og þoka, eins og veðrið var í dag í Höfuðborginni), hlýtt og milt.
mbl.is Allt á kafi í snjó í S-Frakklandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Waagfjörð

Ættir að kynna þér Mayana og hvað þeir vildu meina að myndi ske þessi árin. Þessar veðurfarsbreytingar og jarðhræringar eru nákvæmlega það sem þeir vöruðu okkur við.

Stundum er hlutirnir fyrirfram ákveðnir, hver veit.

Tómas Waagfjörð, 4.5.2010 kl. 23:40

2 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

Já, mæli með að skoða það sem Tómas bendir á o.fl.

T.d. http://earthchangesmedia.com/

Vilborg Eggertsdóttir, 5.5.2010 kl. 00:18

3 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Takk kærlega fyrir ábendingarnar!

Ingibjörg Magnúsdóttir, 5.5.2010 kl. 00:29

4 identicon

Reyndar er ekki kafsnjór á rivierunni eins og mætti halda af þessari frétt,snjókoman var aðallega í héruðum sem liggja norður og norðvestur af montpellier, þar ertu kominn á svæði sem innbyggjar kalla stundum "Les massifs Pyrennes-midi" eða mið-pýrennaenna fjöll, bæirnir og þorpin þar í kannski 500-600 metra hæð eða meira yfir sjávarmáli. Ég kíkti í staðarblöðim þarna suðurfrá og t.d. segir Midi Libre um snóinn á einum stað "Le phénomène n’est pas exceptionnel en Aveyron en cette période de l’année" , sem í frjálslegri þýiðingu útleggst "Fyrirbærið (= snjókoman ) er ekki óvenjuleft í Aveyron ( = eitt fjallhéruðuðm umrædds svæðis) á þessum árstíma " , 'eg gat ekki séð að það hefði snjóað neitt niður við ströndina, en hinsvegar var hávaðarok þaer víða og nánast fárviðri sumstaðar með vindrokum  milli 8 og 11 stig ( c.a 100 - 110 Km/klst eðamla skallanum var meir en 30 m/sek ) , á gamla skalanum  var talað um fárviðri þegar vindstyrkur fór yfir 12 vindstig ( 40 m/sek) , þá fara bílar og húsþök að fjúka og tré stöku tré að rifna upp og á einhverjum stöðum upp í fjöllum komst vindur næstum upp í þær hæðir hæsta mæling 134 km/klst (37 m/sek)  , og  a.m. kosti einn bíll með tvo innanborð fékk flugferð en stoppaði sem betur fer á tré áður en hann fór fram af fjallsbrún, og fólkið slapp frá með léttar skrámur. 'eg reikna með að lokun flugvalla hafi frekar verið vegna vinds og sjávargangs a.m.k í Montpellier  þar sem flugvöllurinn er nánast í fjöruborðinu,  Perpinigan er í hinsv. 2-3 hundruð metra hæð yfir sjávarmáli svo hugsanlega hefur  ísing, eða krapi verið að stríða þeim þar, eitthvað var um slíkt á þjóðvegunum sem liggja upp í og um fjallaskörð  þarna. 

Hér fyrir neðan eru krækjur í tvö myndskeið af vef  Nice-Matin kvöldblaðsins í  Nice

Sjógangur á Prómenadinum (Englendingagötu)  í Nice 

Veitingastaðirnir við ströndina í Nice liggja gjarnan utan við varnargarðinn og undir aðalgötu bæjarins (Promenade des Anglais) og í svona veðri smýgur sjórinn inn um öll hús af því tagi og stútar hurðum og rúðum og fyllir þau af sjó , auk þess að skola öllu lauslegu svo sem stólum borðum sólhlífum  og þess háttar  sem ekki er bundið tryggilega niður á haf út, og í stöku tilvikum er  húsnæðinð nánast berir steinveggir þegar um hægist, eins og skeði á nú á innsta hluta strandarinnar fyrir neðan Gamla bæinn, sem varð fyrir svipuðu veðri haustið 2006 eða 2007 ef ég man rétt, og  sumir staðirnir þar nánast nýbúnir að opna aftur eftir það áfall, við skulum bara vona að þeir hafi verið búnir að tryggja vel    

Flóð í Cannes 

Meðal annars rauf sjórinn gat á varnargarð við gömlu  höfnina og þar eð landið innan við  er um eða undir sjávarmáli þá olli flóðið töluverðium skemmdum.

Bjössi (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 08:07

5 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Takk fyrir þetta fróðlega innlegg frá þér Bjössi. Ég mun skoða þetta nánar. En ég held að það sé með þetta varðandi verðið og markaðinn: þetta er óútreinkanlegt fyrirbæri, svona oftast. Og ef það væri ekki óútreiknanlegt, væri kannski ekkert gaman að lifa; ef ekkert væri til, til að rannsaka og pæla í. :=)

Ingibjörg Magnúsdóttir, 8.5.2010 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband