13.4.2010 | 00:27
Er þetta bara ekki gálgafrestur?
Þýski bankinn DekaBank gerir skaðabótakröfu á hendur íslenska ríkinu (lesist = okkur skattborgurunum) og krefst 58 milljarða króna bóta vegna neyðarlaganna frá október 2008. Og svo verður framtíðiin að leiða í ljós, hvernig þetta mál fer. Atriði sem tengjast íslenska bankahruninu eru flókin og málaferli í tengslum við þau, geta tekið mörg ár. Við verðum að vera þolinmóð; einnig gagnvart íslenskum aðilum sem taldir eru sekir í íslenska bankahruninu.
58 milljarða króna kröfu vísað frá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ef neyðarlögin standast ekki, þá er eins gott bara að loka sjoppunni. Ég hef heyrt að það sé gott að búa í Kanada.
Guðmundur Pétursson, 13.4.2010 kl. 04:14
Vonandi fer þetta fyrir alþjóðadóm - þá gefst tækifærið sem bretar og hollendingar þora ekki í - þeir vita að allir gjörningar þeirra stangast á við lög og reglur evrópusambandsins og vilja því ekki fyri dóm.
Vonandi verður þetta mál til þess að það takist að fara þá leið. Hafi stjórnvöld þá dug í sér til þess ð verja okkar málstað þar. Öruggast væri að kjósa strax og skipta um stjórn.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 13.4.2010 kl. 06:51
En hvað á þá að kjósa?
Mér sýnist sem svo að það séu rottur við stýrið á öllum skipum, margir toppar flokkanna svo innvinklaðir í bankasukkið að óeðlilegt hlýtur að teljast.
Mögulega væri hægt að fá eitthvað vit ef að VG kæmust til valda sem flokkur með umboð til stjórnarmyndunar. Kannski Steingrímur færi að gera eitthvað af viti þegar hann kæmist undan ógnarvaldi Jóhönnu.
En eins og staðan er í dag sé ég bara engan mun á kúk og skít.
Ellert Júlíusson, 13.4.2010 kl. 09:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.